Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   fös 11. apríl 2014 12:00
Magnús Már Einarsson
Höddi Magg spáir í leiki helgarinnar
Hörður Magnússon.
Hörður Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Suarez og Gerrard munu klára Manchester City samkvæmt spá Hödda.
Suarez og Gerrard munu klára Manchester City samkvæmt spá Hödda.
Mynd: Getty Images
Hörður spáir því að Arsenal fari áfram í bikarúrslitin.
Hörður spáir því að Arsenal fari áfram í bikarúrslitin.
Mynd: Getty Images
Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari í Skálmöld, fékk fimm rétta þegar hann spáði í spilin í enska boltanum fyrir viku.

Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, spáir í leiki helgarinar að þessu sinni.

Hörður spáir meðal annars í toppbaráttuslag Liverpool og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni sem og í leikina í undanúrslitum enska bikarsins.



Enska úrvalsdeildin

Crystal Palace 2 - 0 Aston Villa (14:07 á morgun)
Aston Villa eru farnir í hálfgert frí. Tony Pulis mun endanlega bjarga Palace frá falli.

Fulham 3 - 1 Norwich (14:07 á morgun)
Felix Magath verður X-faktorinn. Hann er kominn með smá stál í þetta Fulham lið og það eru framfarir hjá þeim í síðustu leikjum. Ég hef enga trú á því að Norwich fái eitthvað út úr þessu þrátt fyrir stjóraskiptin.

Southampton 2 - 1 (14:07 á morgun)
Meiðsli Jay Rodriguez eru áfall fyrir Southampton en hinn vonlausi Solskjær mun halda áfram að tapa leikjum. Hann á bara að vera í norsku úrvalsdeildinni.

Stoke 1 - 1 Newcastle (14:07 á morgun)
Þetta verður frekar rólegur leikur.

Sunderland 1 - 3 Everton (14:07 á morgun)
Mér líkar vel við Gus Poyet stjóra Sunderland en ég held að þeir farið niður. Everton hefur verið á siglingu og halda því áfram.

WBA 2 - 1 Tottenham (14:07 á morgun)
Pepe Mel nær í sigur þarna. Tottenham vann Sunderland en er ekki að fara á neitt skrið.

Liverpool 4 - 2 Manchester City (12:37 á sunnudag)
Þarna mætast tvö langskemmtilegustu lið deildarinnar sem setja sóknarleikinn á oddinn. Ég held að Luis Suarez geri útslagið. Það er ekkert lið sem stöðvar þann mann og með dyggri aðstoð Steven Gerrard, sem hefur verið frábær í vetur, held ég að Liverpool hafi of mikið fyrir Pellegrini og félaga. Stuðningsmenn Liverpool munu ýta liðinu yfir endalínuna í þessum leik.

Swansea 0 - 2 Chelsea (15:07 á sunnudag)
Mourinho er að plata alla með því að segja að Chelsea eigi engan séns á titlinum. Chelsea er hins vegar ekki búið að segja sitt síðasta orð og þeir vinna Swansea.

Enski bikarinn

Arsenal 2 - 1 Wigan (16:07 á morgun)
Ég trúi ekki öðru en að Arsenal vinni þennan leik. Ef þeir gera það ekki þá er bleik brugðið. Wigan hefur sýnt ótrúlega seiglu með því að vinna Manchester City en Arsenal vinnur þetta naumlega.

Hull 3 - 0 Sheffield United (15:07 á sunnudag)
Sveinar Nigel Clough verða stöðvaðir þarna. Það verður festival fyrir Sheffield United að fara á Wembley en Steve Bruce og félagar eru of öflugir fyrir C-deildarliðið.

Fyrri spámenn:
Birkir Már Sævarsson - 7 réttir
Egill Helgason - 7 réttir
Ívar Guðmundsson - 7 réttir
Ríkharð Óskar Guðnason - 7 réttir
Doddi litli - 6 réttir
Ari Freyr Skúlason - 6 réttir
Freyr Alexandersson - 6 réttir
Gary Martin - 6 réttir
Gísli Marteinn Baldursson - 6 réttir
Hjörvar Hafliðason - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 6 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 6 réttir
Kristján Guðmundsson - 5 réttir
Haukur Páll Sigurðsson - 5 réttir
Tómas Meyer - 5 réttir
Þráinn Árni Baldvinsson - 5 réttir
Arnar Björnsson - 4 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 4 réttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir - 4 réttir
Bogi Ágústsson - 4 réttir
Hólmbert Aron Friðjónsson - 4 réttir
Sam Tillen - 4 réttir
Brynjar Björn Gunnarsson - 4 réttir
Venni Páer - 4 réttir
Björn Daníel Sverrisson- 3 réttir
Magnús Gylfason- 3 réttir
Þorsteinn Joð - 3 réttir
Ragna Björg Einarsdóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Páll Viðar Gíslason - 2 réttir af 8
Magnús Halldórsson - 2 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner