Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 22. maí 2017 21:40
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Leikmenn réðu ekki við frétt Fótbolta.net
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar FH töpuðu óvænt á heimavelli gegn Fjölni í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Fjölnir vinnur FH í alvöru mótsleik.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Fjölnir

„Um leið og þessi frétt kom á Fótbolta.net um að Fjölnir hefði ekki unnið FH síðan 2008 þá var það skrifað í skýin að Fjölnir myndi vinna þennan leik. Leikmannahópur FH í dag ræður ekki við svona frétt," sagði Heimir í áhugaverðu viðtali eftir leikinn.

„Hugarfarið sem kom inn á völlinn var ekki nógu gott. Það var greinilegt að við vorum að vanmeta þetta verkefni. Allir sem fylgjast með fótbolta vita að Fjölnir er mjög gott lið."

„Við eigum leik gegn KR næst og við þurfum að laga fullt af hlutum fyrir þann leik. Við þurfum að finna betri lausnir á því sem við erum að gera, bæði varnarlega og sóknarlega."

FH byrjaði í 3-4-3 í kvöld en skipti yfir í 4-3-3 í seinni hálfleik.

„Eftir að við breyttum vildum við fara meira út á vængina. Við náðum að skora en eftir markið datt þetta í sama farið aftur."

Heimi tókst ekki að landa varnarmanni fyrir lok gluggans. Voru það mikil vonbrigði?

„Það voru vonbrigði en jákvæðar fréttir að Pétur (Viðarsson) byrjar að æfa á morgun. Eins og menn vita þá hugsar hann vel um sig og verður fljótur að koma sér í stand."
Athugasemdir
banner
banner