City horfir til Bruno og Reijnders - Chelsea vill Rodrygo - Leeds hyggst selja Meslier
Ingibjörg: Ég skil ekki alveg hvað var í gangi
Cecilía Rán: Skiptir sköpum að hafa svona gæðaleikmann
Steini: Er ráðinn til þess að taka erfiðar ákvarðanir
Karólína: Einhver skrítnasti leikur sem ég hef á ævinni spilað
Valdimar: Smá fyrsti leikurinn stemming
Örvar Eggerts: Sýndist hann vera kominn allur inn
Láki Árna: Fannst vanta gæði hjá okkur
Sölvi: Helgi Mikael hikar ekkert við að rífa upp rauða gegn Víkingum
Heimir Guðjóns: Marklínutæknin ætti auðvitað að vera löngu komin hingað
Jökull: Tilfinningin sú að menn flaggi ekki svona nema þeir séu vissir
Nýjung fyrir Dagnýju - „Varla hægt að tala saman þarna"
Karólína létt: Fyrst og fremst lélegt að þú hafir ekki vitað það eftir leik
Sveindís til Man Utd? - „Ég ætla ekki að fara að nefna neitt"
Dean Martin: Búnir að undirbúa okkur í sex mánuði og vorum klárir
Rúnar Kristins: Tvær mínútur ofsalega lítið miðað við tafirnar í leiknum
Rúnar Már: Þegar þú hittir hann vel finnur þú það um leið
Jói Bjarna skoraði glæsilegt mark - „Auðvitað lætur maður vaða"
Haddi: Allir sem sjá þetta munu segja að þetta sé hárrétt ákvörðun hjá dómaranum
Óskar Hrafn: Mun finna fyrir óþægindum þegar hann tannburstar sig ef þetta var ekki rétt
Patrick Pedersen: Við hefðum getað klárað leikinn
   mán 22. maí 2017 21:40
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Leikmenn réðu ekki við frétt Fótbolta.net
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar FH töpuðu óvænt á heimavelli gegn Fjölni í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Fjölnir vinnur FH í alvöru mótsleik.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Fjölnir

„Um leið og þessi frétt kom á Fótbolta.net um að Fjölnir hefði ekki unnið FH síðan 2008 þá var það skrifað í skýin að Fjölnir myndi vinna þennan leik. Leikmannahópur FH í dag ræður ekki við svona frétt," sagði Heimir í áhugaverðu viðtali eftir leikinn.

„Hugarfarið sem kom inn á völlinn var ekki nógu gott. Það var greinilegt að við vorum að vanmeta þetta verkefni. Allir sem fylgjast með fótbolta vita að Fjölnir er mjög gott lið."

„Við eigum leik gegn KR næst og við þurfum að laga fullt af hlutum fyrir þann leik. Við þurfum að finna betri lausnir á því sem við erum að gera, bæði varnarlega og sóknarlega."

FH byrjaði í 3-4-3 í kvöld en skipti yfir í 4-3-3 í seinni hálfleik.

„Eftir að við breyttum vildum við fara meira út á vængina. Við náðum að skora en eftir markið datt þetta í sama farið aftur."

Heimi tókst ekki að landa varnarmanni fyrir lok gluggans. Voru það mikil vonbrigði?

„Það voru vonbrigði en jákvæðar fréttir að Pétur (Viðarsson) byrjar að æfa á morgun. Eins og menn vita þá hugsar hann vel um sig og verður fljótur að koma sér í stand."
Athugasemdir