Baleba líklegur til Man Utd í sumar - Murillo og Hackney orðaðir við Man Utd - Aston Villa vill Abraham
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   mán 22. maí 2017 21:40
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Leikmenn réðu ekki við frétt Fótbolta.net
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar FH töpuðu óvænt á heimavelli gegn Fjölni í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Fjölnir vinnur FH í alvöru mótsleik.

Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Fjölnir

„Um leið og þessi frétt kom á Fótbolta.net um að Fjölnir hefði ekki unnið FH síðan 2008 þá var það skrifað í skýin að Fjölnir myndi vinna þennan leik. Leikmannahópur FH í dag ræður ekki við svona frétt," sagði Heimir í áhugaverðu viðtali eftir leikinn.

„Hugarfarið sem kom inn á völlinn var ekki nógu gott. Það var greinilegt að við vorum að vanmeta þetta verkefni. Allir sem fylgjast með fótbolta vita að Fjölnir er mjög gott lið."

„Við eigum leik gegn KR næst og við þurfum að laga fullt af hlutum fyrir þann leik. Við þurfum að finna betri lausnir á því sem við erum að gera, bæði varnarlega og sóknarlega."

FH byrjaði í 3-4-3 í kvöld en skipti yfir í 4-3-3 í seinni hálfleik.

„Eftir að við breyttum vildum við fara meira út á vængina. Við náðum að skora en eftir markið datt þetta í sama farið aftur."

Heimi tókst ekki að landa varnarmanni fyrir lok gluggans. Voru það mikil vonbrigði?

„Það voru vonbrigði en jákvæðar fréttir að Pétur (Viðarsson) byrjar að æfa á morgun. Eins og menn vita þá hugsar hann vel um sig og verður fljótur að koma sér í stand."
Athugasemdir
banner