Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 17. október 2017 17:35
Elvar Geir Magnússon
Ívar Örn: Hausverkur fyrir Óla og Bjössa
Ívar Örn er mættur í treyju Vals.
Ívar Örn er mættur í treyju Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn Jónsson gekk í dag í raðir Valsmanna frá Víkingi Reykjavík. Ívar skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana.

„Ég heyrði fyrst af alvöru áhuga í gær og svo fór allt á fullt í dag og þetta kláraðist á stuttum tíma. Ég var að horfa til þess að breyta um umhverfi á ferlinum og fara í meiri samkeppni," segir Ívar.

Ívar er vinstri bakvörður og fer í alvöru samkeppni við hinn reynslumikla Bjarna Ólaf Eiríksson sem var einn besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar.

„Bjarni er frábær leikmaður og það virðist ekkert vera að hægjast á honum þrátt fyrir aldurinn. Samkeppni er af hinu góða og þetta er skrefið sem ég þarf að taka. Góð lið vilja hafa mikið af möguleikum."

Ívar ætti að gefa Völsurum meiri vídd og gæti hann spilað sem vængbakvörður í 3-5-2 sem dæmi.

„Það er hausverkur fyrir Óla og Bjössa að ákveða það. En það er möguleiki og það er gott að geta brugðist við mismunandi stöðum með mismunandi lausnum."

Ívar segir að sér hafi liðið vel í Víkingi innan vallar og utan og það hafi ekki verið auðvelt að kveðja Víkingana.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner