Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   þri 17. október 2017 17:35
Elvar Geir Magnússon
Ívar Örn: Hausverkur fyrir Óla og Bjössa
Ívar Örn er mættur í treyju Vals.
Ívar Örn er mættur í treyju Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn Jónsson gekk í dag í raðir Valsmanna frá Víkingi Reykjavík. Ívar skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana.

„Ég heyrði fyrst af alvöru áhuga í gær og svo fór allt á fullt í dag og þetta kláraðist á stuttum tíma. Ég var að horfa til þess að breyta um umhverfi á ferlinum og fara í meiri samkeppni," segir Ívar.

Ívar er vinstri bakvörður og fer í alvöru samkeppni við hinn reynslumikla Bjarna Ólaf Eiríksson sem var einn besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar.

„Bjarni er frábær leikmaður og það virðist ekkert vera að hægjast á honum þrátt fyrir aldurinn. Samkeppni er af hinu góða og þetta er skrefið sem ég þarf að taka. Góð lið vilja hafa mikið af möguleikum."

Ívar ætti að gefa Völsurum meiri vídd og gæti hann spilað sem vængbakvörður í 3-5-2 sem dæmi.

„Það er hausverkur fyrir Óla og Bjössa að ákveða það. En það er möguleiki og það er gott að geta brugðist við mismunandi stöðum með mismunandi lausnum."

Ívar segir að sér hafi liðið vel í Víkingi innan vallar og utan og það hafi ekki verið auðvelt að kveðja Víkingana.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner