Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 17. október 2017 17:35
Elvar Geir Magnússon
Ívar Örn: Hausverkur fyrir Óla og Bjössa
Ívar Örn er mættur í treyju Vals.
Ívar Örn er mættur í treyju Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn Jónsson gekk í dag í raðir Valsmanna frá Víkingi Reykjavík. Ívar skrifaði undir þriggja ára samning við Íslandsmeistarana.

„Ég heyrði fyrst af alvöru áhuga í gær og svo fór allt á fullt í dag og þetta kláraðist á stuttum tíma. Ég var að horfa til þess að breyta um umhverfi á ferlinum og fara í meiri samkeppni," segir Ívar.

Ívar er vinstri bakvörður og fer í alvöru samkeppni við hinn reynslumikla Bjarna Ólaf Eiríksson sem var einn besti leikmaður Íslandsmótsins í sumar.

„Bjarni er frábær leikmaður og það virðist ekkert vera að hægjast á honum þrátt fyrir aldurinn. Samkeppni er af hinu góða og þetta er skrefið sem ég þarf að taka. Góð lið vilja hafa mikið af möguleikum."

Ívar ætti að gefa Völsurum meiri vídd og gæti hann spilað sem vængbakvörður í 3-5-2 sem dæmi.

„Það er hausverkur fyrir Óla og Bjössa að ákveða það. En það er möguleiki og það er gott að geta brugðist við mismunandi stöðum með mismunandi lausnum."

Ívar segir að sér hafi liðið vel í Víkingi innan vallar og utan og það hafi ekki verið auðvelt að kveðja Víkingana.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner