Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   sun 21. júlí 2019 18:52
Magnús Þór Jónsson
Andri: Náum ekki í fleiri stig ef leikmenn leggja sig ekki fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Ólafsson, annar þjálfara ÍBV var að sjálfsögðu svekktur í leikslok 0-3 taps á Wurthvellinum í dag.

"Ég er aðallega svekktur með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. +Ég segi ekki að leikurinn hafi verið búinn eftir kortér en þetta var strax orðin brekka."

Hvað var eiginlega í gangi fyrstu 15 mínúturnar?

"Það er rétt að þeir fengu mikinn tíma, við vorum nokkuð þéttir en það var samt hægt að spila aftur fyrir okkur og líka hægt að spila í gegnum okkur, það var bara eins og við værum í skuggaleik.  Ef ég vissi hvað fór úrskeiðis þá hefði ég öskrað það inná en ég veit ekki alveg hvað er að frétta hjá okkur."

Annað mark Fylkismanna kom á síðustu sekúndum hálfleiksins, upp úr föstu leikatriði, nokkuð sem skipti miklu máli fyrir leikinn.

"Við vorum bara nokkuð fegnir með að virðast vera að sigla bara 1-0 undir í lok fyrri hálfleiks.  Menn labba til baka, eru lengi að skila sér heim, kemur kross og klafs, mögulega hendi sem skiptir ekki öllu og mark.  Þetta eru svona simple grunnur að skila sér til baka og leggja smá á sig fyrir þann klúbb sem þú ert að spila fyrir þig.  Á meðan við höfum það ekki og erum í neðsta sæti með fimm stig þá segir það sig sjálft að það koma ekki fleiri stig ef menn ætla ekki að leggja sig fram."

Andri vill að leikmennirnir taki meiri ábyrgð.

"Það er ekki hægt að það séu ekki einhverjir litlir kallar á bekknum gargandi inná til að færa menn til í stöðum og búa til pepp.  Það verður að koma líka frá leikmönnunum sjálfum.

Nú verðum við að núllstilla, við erum enn að horfa á að þetta tímabil geti gengið upp.  Þetta liggur í næstu 4 - 5 leikjum"


Nánar er rætt við Andra í viðtalinu sem fylgir.



Athugasemdir
banner
banner
banner