Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 21. júlí 2019 18:52
Magnús Þór Jónsson
Andri: Náum ekki í fleiri stig ef leikmenn leggja sig ekki fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Ólafsson, annar þjálfara ÍBV var að sjálfsögðu svekktur í leikslok 0-3 taps á Wurthvellinum í dag.

"Ég er aðallega svekktur með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. +Ég segi ekki að leikurinn hafi verið búinn eftir kortér en þetta var strax orðin brekka."

Hvað var eiginlega í gangi fyrstu 15 mínúturnar?

"Það er rétt að þeir fengu mikinn tíma, við vorum nokkuð þéttir en það var samt hægt að spila aftur fyrir okkur og líka hægt að spila í gegnum okkur, það var bara eins og við værum í skuggaleik.  Ef ég vissi hvað fór úrskeiðis þá hefði ég öskrað það inná en ég veit ekki alveg hvað er að frétta hjá okkur."

Annað mark Fylkismanna kom á síðustu sekúndum hálfleiksins, upp úr föstu leikatriði, nokkuð sem skipti miklu máli fyrir leikinn.

"Við vorum bara nokkuð fegnir með að virðast vera að sigla bara 1-0 undir í lok fyrri hálfleiks.  Menn labba til baka, eru lengi að skila sér heim, kemur kross og klafs, mögulega hendi sem skiptir ekki öllu og mark.  Þetta eru svona simple grunnur að skila sér til baka og leggja smá á sig fyrir þann klúbb sem þú ert að spila fyrir þig.  Á meðan við höfum það ekki og erum í neðsta sæti með fimm stig þá segir það sig sjálft að það koma ekki fleiri stig ef menn ætla ekki að leggja sig fram."

Andri vill að leikmennirnir taki meiri ábyrgð.

"Það er ekki hægt að það séu ekki einhverjir litlir kallar á bekknum gargandi inná til að færa menn til í stöðum og búa til pepp.  Það verður að koma líka frá leikmönnunum sjálfum.

Nú verðum við að núllstilla, við erum enn að horfa á að þetta tímabil geti gengið upp.  Þetta liggur í næstu 4 - 5 leikjum"


Nánar er rætt við Andra í viðtalinu sem fylgir.



Athugasemdir
banner
banner
banner