Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
   lau 28. september 2019 16:34
Valur Gunnarsson
Gary Martin: Ég vann gullskóinn til að troða sokk uppí ykkur
Markakóngur Pepsi Max deildarinnar Gary Martin
Markakóngur Pepsi Max deildarinnar Gary Martin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég skoraði bara mörk. Svona gerist bara í fótboltanum. Fólk sagði að þetta væru ekki góð skipti hjá mér að fara í ÍBV en eins og ég sagði í sumar að þá var þetta mikil áskorun fyrir mig. Ég hefði frekar viljað halda þeim í deildinni en að vinna gullskóinn. En ég vann hann og það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel að spila fótbolta."

Sagði Gary Martin, markakóngur Pepsi Max deildarinnar, eftir tapleik gegn Stjörnunni.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  2 ÍBV

En mun Gary spila í Inkasso deildinni næsta sumar?
„Eins og staðan er núna mun ég spila með ÍBV í Inkasso. Það gæti breyst. Ef það koma einhver boð, það gætu komið boð að utan, ég veit það ekki. Líklega ekki. En ef það er áskorun þarna úti sem mér finnst ég eiga skilið vona ég að þeir hlusti á boðin."

Hann sagðist vera ánægður með tímann sinn hjá ÍBV í sumar:
„Það var gaman að spila og ég naut mín. Það er erfitt að spila fyrir neðstu liðin. Öll mörk sem maður skorar eru mikilvæg og ef við hefðum unnið Grindavíkurleikinn hefðum við haldið okkur upp. Jeffsy og Andri hafa verið frábærir. Ég hefði ekki unnið gullskóinn án liðsfélaga minna. Þeir hafa verið frábærir. Þeir samgleðjast mér allir."

Gary var mjög ákveðinn í að vinna gullskóinn:
„Það var það eina sem ég hugsaði um í vikunni. Ég var að skoða stöðuna í leikjum í hálfleik, ég hafði tvo enska vini mína í stúkunni sem sögðu mér hvort ég væri á toppnum eða ekki. Ég vildi vinna þetta til að troða sokk uppí ykkur. Sumarið sem ég átti var ekki gott. Nafn mitt var dregið eftir götunni í fjölmiðlum með sögum sem voru ekki sannar. Hann sagði að ég hentaði ekki leikkerfi. Það er honum að kenna, en þetta var bara hans ákvörðun og það voru ýmsar sögur í gangi. Ég vann gullskóinn, ekki hafa áhyggjur af kerfinu þínu."
Athugasemdir
banner
banner
banner