,,Þetta var frábær leikur hjá okkur, sérstaklega fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik. Við náðum að yfirspila þá á köflum og settum nokkur mörk. Ég er gríðarlega sáttur með þetta," sagði Jóhann Þórhallsson sem skoraði tvívegis í 5-2 sigri Fylkis gegn Selfyssingum í kvöld.
,,Við lögðum upp með að finna svæðin á vængjunum og ná boltanum þar yfir. Það tókst í dag og við skoruðum 2-3 mörk eftir það."
Fylkismennn fóru með þessum sigri lengra frá botnbaráttunni en liðið er núna í sjöunda sæti með fimmtán stig.
,,Það er búið að vera svolítið ströggl það sem af er sumars og þetta var áfall í síðasta leik á móti Haukum en þetta tókst í dag og það er mjög gott."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.























