Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
   þri 20. júlí 2010 23:36
Alexander Freyr Tamimi
Dragan: Aumingjaskapur hjá okkur að klára ekki leikinn
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
,,Við vorum svolítið þreyttar í dag, við virkum þreyttar í seinni hálfleik þó við værum manni fleiri. Breiðablik var að spila á föstudaginn á móti KR þegar við hvíldum. Þetta er mjög slæmt," sagði Dragan Stojanovic þjálfari Þór/KA eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í kvöld þó svo liðið hafi verið manni fleiri lungan af leiknum.

,,Eins og ég hef sagt áður í öðrum viðtölum, það var bara aumingjaskapur hjá okkur að hafa ekki klárað leikinn."

,,Við vorum fleiri og þær fá færi og sýna karakter og svona en samt fengum við miklu fleiri færi í þessum leik, við klúðruðum fjórum dauðafærum einn á móti markmanni. Ef við klárum ekki fjögur dauðafæri þá getum við ekki unnið leikinn."

,,Auðvitað er þetta mjög slæmt en við gefumst ekki upp. Við verðum að rífa okkur upp, við fáum ekki mikinn tíma. Við komum aftur í Reykjavík á laugardaginn og spilum í undanúrslitum á móti Val, sem er mikilvægur leikur og mjög erfiður. Við verðum að jafna okkur eins hratt og við getum."

banner
banner