Liverpool hefur áhuga á Van de Ven - Palmer til í að spila fyrir Man Utd - Real Madrid og Man Utd sýna Neves áhuga
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
banner
   þri 10. ágúst 2010 23:02
Hafliði Breiðfjörð
Freyr: Má setja spurningamerki hvort þetta sé löglegt
Kvenaboltinn
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við komum hérna til að ná í þrjú stig og auðvitað er ég ekki sáttur við eitt. Við hefðum getað gert miklu betur og nýtt þennan leiktíma 93:55 töluvert betur þar sem við erum alltof kaflaskipt og stór kafli fyrri hálfleiks fór til einskis," sagði Freyr Alexandersson þjálfari Vals við Fótbolta.net eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í kvöld.

Freyr gerði þrefalda skiptingu í hálfleik, tók Björk Gunnarsdóttur, Helgu Sjöfn Jóhannesdóttur og Katrínu Gylfadóttur af velli fyrir Kristínu Ýr Bjarnadóttur, Rakel Logadóttur og Málfríði Ernu Sigurðardóttur. Freyr er ósáttur við að Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfi bæði Stjörnuna og U19 ára landslið kvenna.

,,Það var hrollur í Katrínu, það er alveg klárt. Hún átti kafla, en það er erfitt fyrir hana að spila á hægri kanti með landsliðsþjálfara U19 ára landsliðsins í hálsmálinu. Það má setja spurninga merki við hvort það sé löglegt."

,,Þetta eru ungar stelpur að reyna að sanna sig. Hún er búin að vera inn og út úr liði hjá honum og leikmaður sem hefur gríðarlega hæfileika. Hana langaði auðvitað til að sanna sig án þess að við höfum rætt það sérstaklega fyrir leikinn.Það er alveg klárt mál að þetta hefur einhver áhrif en leikmaður verður að vera sterkari en það og spila betur. Það hefur komið upp sú staða að minn forveri til dæmis átti að vera með landslið og hún fékk ekki að vera með landslið því hún var með Val. Mér finnst að það eigi að gilda það sama um alla í þessu."


Nánar er rætt við Frey í sjónvarpinu hér að ofan.
banner