,,Það er ánægjulegt að vinna loksins útileik, þetta er í annað skiptið í sumar," sagði Dean Martin þjálfari KA eftir 0-1 sigur á HK á Kópavogsvelli í kvöld.
,,Það gerist mjög sjaldan en það gekk vel í dag. Við spiluðum ágætlega í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik spiluðum við ekki neitt, en við unnum þrjú stig og þetta snýst um það."
HK sótti stíft að marki KA í síðari hálfleiknum en tókst þó ekki að skora.
,,Auðvitað var ég smá stressaður að horfa á leikinn, en við fengum nokkur dauðafæri í lokin og hefðum getað klárað leikinn tvö til þrjú núll," sagði Deano en tæklingarnar flugu út um allan völl.
,,Það var blautur völlur og frábær stemmning og fínt veður til að spila fótbolta, auðvitað er þetta ekki körfubolti, það má snerta hvorn annan, það er allt í lagi með það."
Sjálfur þurfti Dean Martin sem er einnig leikmaður liðsins að fara af velli eftir stundarfjórðung vegna meiðsla.
,,Auðvitað er það svekkjandi en það kemur maður í manns stað og hann nýtti tækifærið mjög vel, svona er fótboltinn, ef maður meiðist kemur bara annar inn."
Nánar er rætt við Dean Martin í sjónvarpinu að ofan.
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |























