Árni Magnússon skrifar úr Mosfellsbæ
,,Þetta var mjög gott stig á móti toppliðinu. Við erum núna búnir að vinna liðið í öðru sætinu og ná stigi á móti toppliðinu þannig að við erum mjög sáttir við það," sagði Birgir Freyr Ragnarsson miðjumaður Aftureldingar eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Víkingi Ólafsvík í kvöld.
,,Þetta kostaði blóð svita og tönn í dag. Ég braut tönn í viðskiptum við framherjann en maður er svo mikill nautjaxl að maður tekur þetta bara á kassann."
Afturelding er eftir þessi úrslit í sjöunda sæti í annarri deildinni en næsti leikur liðsins er gegn Völsungi á laugardag.
,,Við eigum skemmtilegan útileik á Húsavík næst og við vonumst til að taka þrjú stig þar. Þetta verður bara fjör."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.























