Sigursteinn Gíslason þjálfari Leiknis var kampakátur í lok leiks eftir sigur sinna manna á HK. Leiknismenn náðu þar með mikilvægum sigri í toppbaráttunni í 1 deild.
,,Við vissum það að við urðum að vinna og vorum tilbúnir til að leggja allt í sölurnar fyrir þaðm og unnum 1-0. En við fengum 4 eða fimm dauðafæri þannig að ég er hundsvekktur með það, en ég er auðvitað hrikalega ánægður og stoltur að vinna þennan leik í dag, þetta var baráttuleikur" sagði Sigursteinn í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.
Leikurinn í dag var ekki uppá mikla fiska og skemmtunin var ekkert gríðarlega mikil.
,,Nei nei en það þarf að vinna þessa leiki líka. Það er rok og rigning hérna og erfiðar aðstæður. En eins og ég sagði við strákana að í svona leik að þá þarf hausinn að vera rétt skrúfaður á og menn með hjartað á réttum stað og tilbúnir til að fórna sér fyrir liðið og ég hrósaði þeim inn í klefa eftir leik. Ég tók það sérstaklega fram að ég gerði þrjár skiptingar og það komu þrír menn inn á allir með hausinn rétt skrúfaðan á og tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn og þeir áttu skilið að fá hrós fyrir það. Bara frábært"
Nánar er rætt við Sigurstein í sjónvarpinu hér að ofan.























