
,,Þær voru bara grimmari, og við vorum aðeins sofandi á fyrstu mínútum í fyrri og seinni hálfleiks og þær ná að skora þá á okkur. Við áttum erfitt með að fá boltann í netið í dag," sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari Fylkis eftir 0-2 tap heima gegn Selfossi í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 2 Selfoss
Fylkir spilaði framlengdan leik sem endaði í vítaspyrnukeppni gegn KR á föstudagskvöldið en hafði það áhrif á leik liðsins í dag?
,,Nei nei, þær áttu líka leik á laugardaginn og fóru í framlengingu. Þær eru bara með mjög sterkt lið og landsliðsmenn og einhverja kana frá einhverjum frábærum bandarískum háskóla. Þær eiga bara að vera að berjast um toppsætið á meðan við erum fullkomnlega sátt við öll þau stig sem við erum búin að ná í."
Eva Núra Abrahamsdóttir fékk að líta tvö gul spjöld í kvöld en þegar það seinna fór á loft virtist dómarinn ekki vita að hún væri að fara af velli.
,,Eins og ég röfla mikið við dómarana á meðan leik stendur þá nenni ég eininlega ekki að setja út á þá eftir á, það verður bara erfitt seinna meir. Mér fannst dómgæslan ekki frábær í dag en það skipti ekki höfuðmáli í tapi okkar."
Athugasemdir