,,Já við erum gríðarlega sáttir með þetta að vinna heimaleik, eða vinna leik. Og hérna heima viljum við vinna alla leiki sem við förum í og erum ótrúlega ánægðir með þetta og vinnan sem menn lögðu í er gríðarleg og mér fannst þetta sanngjarnt þannig að ég er ánægður og við erum mjög sáttir," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson leikmaður og aðstoðaþjálfari Hauka eftir góðan sigur á Selfossi í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld.
,,Eftir 10 mínútur er komið 2 - 1 þannig að þetta var fjörlegt og við byrjum að fara í 2 - 0 og það er eitthvað sem við höfum ekki gert undanfarið að byrja leikina nógu vel og nú loksins skoruðum við fyrsta markið í leik í langan tíma og fylgjum því eftir og vinnum leikinn og það er það sem telur.
Já við erum komnir á toppinn í bili og þar viljum við vera. Í rauninni eru það bara þessi tvö sæti sem við erum að pæla í. Eina sem fyrsta sætið gefur er mynd í Íslensk knattspyrna 2013 umfram sæti nr 2 og við stefnum á annað hvort þeirra."
Nánar er rætt við Bjössa í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir






















