Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
Sölvi Geir stýrði Víkingum í úrslitaleiknum - „Arnar er í fjölskyldufríi fyrir norðan“
Halldór Árna: Þessir Bose-leikir gert mikið fyrir menn
Aron Jóhanns: Maggi reynt að fá mig þrisvar og mig langað að fara í öll skiptin
Ósátt með vinnubrögð Breiðabliks - „Fékk mig til að hugsa að þarna ætlaði ég ekki að vera lengur"
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
„Er að reyna finna hjá sjálfum mér hvaða næsta skref er rökréttast"
Ísak Snær: Var mikið að hugsa hvort ég myndi spila fótbolta aftur
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
   sun 01. október 2023 22:33
Sölvi Haraldsson
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Mér fannst frammistaðan frábær, frá A til Ö. Mér fannst við vera miklu betri í fyrri hálfleik og það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum farið inn í hálfleikinn með þriggja marka forystu þar. En fylgdum á eftir í seinni hálfleik og vorum mjög góðir, skoruðum nokkur mörk en heilt yfir er ég mjög ánægður með frammistöðuna.“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, eftir 4-1 sigur á FH í seinasta heimaleik sumarsins. 


Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 FH

Arnar var mjög sáttur með sína menn í kvöld fannst eins og þeir gætu unnið miklu stærra miðað við öll færin sem þeir fengu.

Við hefðum getað skorað fullt af mörkum í fyrri hálfeik og ég veit ekki hversu mörg færi við vorum búnir að fá fram að 2-1. Það hefði ekkert verið ósanngjarnt að skora 7 til 8 mörk í þessum leik, það hefði enginn sagt neitt við því. Frammistaðan heilt yfir mjög góð. Það er rosalega margt til að vera ánægður með.“

Arnar vildi kvitta fyrir seinustu tvo leiki tímabilsins gegn FH þar sem þeir tóku 1 stig af 6.

Við getum sagt það að FH hafi svolítið miklu að keppa varðandi Evrópu. Við vorum alveg búnir að segja það líka að í báðum leikjum sumarsins gegn FH, þar sem við töpuðum einu sinni og gerðum einu sinni jafntefli, hafi það verið ósanngjörn úrslit. Við vildum kvitta fyrir þessa tvo leiki og þetta var frábært svar frá liðinu.

Það er mikið búið að tala um stöðuna hjá Hauki Páli hjá Val og þá sömuleiðis stöðuna hjá Sveini Sigurði hjá Val, Arnar Grétarsson var spurður um þeirra framtíð hjá félaginu. 

Þú verður bara að sjá hvernig staðan verður með Hauk. Hann er ekki búinn að fá mikinn spiltíma með okkur. Þrátt fyrir það er hann búinn að vera frábær fyrir okkur sem sýnir alvöru leiðtoga. Svenni (Sveinn Sigurður) er búinn að setja mikið á bekknum og er að fá mínútur núna. Hann er búinn að standa sig gífurlega vel. Það kæmi mér ekkert á óvart ef það væri gert eitthvað þar en síðan bara skoðum við hina stöðuna.“

Arnar var spurður hvort hann verði áfram með Val næsta sumar. Hann sagði þá að hann væri með samning út næsta sumar líka.

Þetta er bara eins og allir þessir leikir í þessu umspili, þetta eru erfiðir leikir. Við erum að fara að spila á móti Íslands- og bikarmeisturum. Við viljum fara þangað og sækja þrjú stig og enda þetta á alvöru máta, það verður bara alvöru leikur.“ sagði Arnar Grétarsson að lokum eftir 4-1 sigur á FH í seinasta heimaleik Vals í sumar. 

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner