Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
Rúnar Páll: Þetta eru úrslitaleikir og þú mátt ekkert misstíga þig mikið meira
Haddi Jónas: Núna erum við ekki að spila leik þriðja hvern dag
Harley um skiptin í KA: Fyrir mér er rígurinn ekki neitt því ég er ekki íslenskur
Aron Þórður: Við gáfum þeim tvö auðveld mörk
Arnar Grétars: Þetta var svolítið soft vítaspyrna
Rúnar Kristins: Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er
Ásgeir Frank: Við getum spilað tvískiptan fótbolta
Jökull: Mikið talað um okkur úti á grasvöllum
Fúsi: Varnarleikurinn var bara ekki nógu góður í 8 mínútur í dag
Túfa: Hissa að hann sparkaði í mig, en get ekki stýrt hvað hann gerir
Eggert: Ef við spilum svona mun okkur ganga vel
Ómar Jó: Finnst við alveg vera búnir að vinna okkur inn að fá einn sigur hérna
Úlfur svekktur með stundarbrjálæði síns leikmanns - „Elska hann alveg jafn mikið núna og í gær"
Maggi: Síðastur úr bænum slekkur ljósin
Ómar Ingi: Horfði nákvæmlega eins við mér og öllum öðrum
Heimir Guðjóns: Ef við gerum það ekki töpum við rest
Nacho: Kannski að ég fái að taka þá næstu líka
Davíð Smári hrærður: Trylltasta sem ég hef nokkurn tímann séð
Karólína Lea: Þurfum að vera leiðinlegasta lið í heimi
   fös 02. júní 2023 01:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Fengu loksins á sig mark - „Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir"
Lengjudeildin
watermark Bjarki Aðalsteinsson, varnarmaður Grindavíkur.
Bjarki Aðalsteinsson, varnarmaður Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörkuleikur en við gerðum okkur þetta erfitt fyrir," sagði Bjarki Aðalsteinsson, varnarmaður Grindavíkur, eftir 0-3 tap gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  3 Afturelding

Grindavík var taplaust fyrir leikinn og hafði ekki fengið á sig mark í deildinni en þeim var skellt aðeins niður á jörðina á heimavelli sínum. Þeir fengu loksins á sig mark, og í fleirtölu.

„Mér fannst við ná að stíga vel upp í seinni hálfleik og áttum fín færi þá. En þetta var erfiður róður þegar við erum manni færri," sagði Bjarki.

„Við gerðum okkur erfitt fyrir og því fór sem fór. Við fengum rautt spjald snemma og það gerði okkur erfitt fyrir. Rauð spjöld hafa áhrif á leiki. Þetta endaði eins og þetta endaði, en mér fannst seinni hálfleikurinn flottur."

Um rauða spjaldið, sem Guðjón Pétur Lýðsson fékk, sagði Bjarki: „Ég sá bara eitthvað hnoð fyrir utan völlinn. Úr verður eitthvað fíaskó sem endar með rauðu spjaldi. Ég sá ekki meira."

„Við vissum að við vorum ekki að fara taplausir í gegnum tímabilið. Þessi leikur þróaðist eins og hann þróaðist, og við töpuðum. Það er bara næsti leikur sem er í bikarnum og það verður ógeðslega gaman."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner