Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
banner
   fös 02. júní 2023 01:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grindavík
Fengu loksins á sig mark - „Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir"
Lengjudeildin
Bjarki Aðalsteinsson, varnarmaður Grindavíkur.
Bjarki Aðalsteinsson, varnarmaður Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörkuleikur en við gerðum okkur þetta erfitt fyrir," sagði Bjarki Aðalsteinsson, varnarmaður Grindavíkur, eftir 0-3 tap gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni.

Lestu um leikinn: Grindavík 0 -  3 Afturelding

Grindavík var taplaust fyrir leikinn og hafði ekki fengið á sig mark í deildinni en þeim var skellt aðeins niður á jörðina á heimavelli sínum. Þeir fengu loksins á sig mark, og í fleirtölu.

„Mér fannst við ná að stíga vel upp í seinni hálfleik og áttum fín færi þá. En þetta var erfiður róður þegar við erum manni færri," sagði Bjarki.

„Við gerðum okkur erfitt fyrir og því fór sem fór. Við fengum rautt spjald snemma og það gerði okkur erfitt fyrir. Rauð spjöld hafa áhrif á leiki. Þetta endaði eins og þetta endaði, en mér fannst seinni hálfleikurinn flottur."

Um rauða spjaldið, sem Guðjón Pétur Lýðsson fékk, sagði Bjarki: „Ég sá bara eitthvað hnoð fyrir utan völlinn. Úr verður eitthvað fíaskó sem endar með rauðu spjaldi. Ég sá ekki meira."

„Við vissum að við vorum ekki að fara taplausir í gegnum tímabilið. Þessi leikur þróaðist eins og hann þróaðist, og við töpuðum. Það er bara næsti leikur sem er í bikarnum og það verður ógeðslega gaman."

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir