Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   sun 04. september 2022 19:40
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar Kristins: Ég er gríðarlega svekktur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Enn á ný bara vonsvikinn með að vinna ekki fótboltaleiki. Við vorum þrjú - núll yfir og vorum með leikinn í okkar höndum og þá fórum við að slaka á eftir hálftímaleik. Sagði svekktur Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir 4 - 4 jafntefli við ÍA á Norðurálsvellinum í dag í 20. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.


Lestu um leikinn: ÍA 4 -  4 KR

Menn héldu kannski að þetta væri komið og ætluðu að spara skrefin í átt að andstæðingnum til að pressa hann betur og ekki hleypa þeim eins auðveldlega í fyrirgjafir eins og í fyrsta markinu og svo missum við boltann illa þegar þeir skora annað markið sitt og þeir fara inn í hálfleik með mómentið með sér.  Menn voru of værukærir og hleyptu þeim inn í leikinn sem við áttum alls ekki að gera. 

Já ég var gríðarlega svekktur, svekktur í hálfleik og svekktur eftir leik að við skildum ekki vinna leikinn og gera betur. Við áttum sénsa hérna í restina, bæði Ægir og Kjartan Henry eiga hörkuskalla úr góðum færum og við erum að þjarma að þeim. En já ég er gríðarlega svekktur því í stöðunni 0 - 3 þá á þetta KR lið sem var inn á og eins það var að spila fyrsta hálftimann, ef menn hefðu haldið því áfram að þá hefði þetta aldrei verið spurning. 

Nánar er rætt við Rúnar í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner