Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
laugardagur 27. apríl
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
fimmtudagur 25. apríl
Úrvalsdeildin
Brighton - Man City - 19:00
Serie A
Udinese 1 - 1 Roma
Úrvalsdeildin
CSKA - Spartak - 17:30
Akhmat Groznyi - Sochi - 17:30
Fakel - Kr. Sovetov - 15:15
Ural - Rostov - 13:00
banner
þri 05.jan 2021 23:40 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Orðið meistari í Færeyjum og á Íslandi - „Óþolandi, en huggun að hafa unnið deildina"

Meistari með HB Þórshöfn í Færeyjum, leikið undir stjórn Ejubs Purisevic í Víkingi Ólafsvík og nú genginn í raðir KR eftir tímabil hjá Fjölni þar sem lítið gekk upp hjá liðinu.

Þetta ásamt skiptum úr Haukum yfir í FH er á meðal þess sem Grétar Snær Gunnarsson var spurður þegar Fótbolti.net setti sig í samband við leikmanninn á dögunum. Grétar gekk í raðir KR eftir síðasta tímabil og hafa svör Grétars tengd þeim skiptum þegar verið birt hér á síðunni.

FH vildi fá mig og það var mjög spennandi að geta æft í besta liði á Íslandi á þeim tíma
FH vildi fá mig og það var mjög spennandi að geta æft í besta liði á Íslandi á þeim tíma
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Var náttúrulega að keppa við bestu miðjumenn landsins það tímabilið.
Var náttúrulega að keppa við bestu miðjumenn landsins það tímabilið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég mæli hiklaust með því að fara aðeins út á land til að fá að spila og kynnast nýju umhverfi.
Ég mæli hiklaust með því að fara aðeins út á land til að fá að spila og kynnast nýju umhverfi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrátt fyrir úrslitin var þetta að mörgu leyti skemmtilegt sumar
Þrátt fyrir úrslitin var þetta að mörgu leyti skemmtilegt sumar
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mórallinn var almennt góður enda ekkert nema toppmenn í klefanum
Mórallinn var almennt góður enda ekkert nema toppmenn í klefanum
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Ég tek með mér frá Fjölni reynsluna að spila í efstu deild og vera berjast á röngum enda deildarinnar, sem getur reynt á
Ég tek með mér frá Fjölni reynsluna að spila í efstu deild og vera berjast á röngum enda deildarinnar, sem getur reynt á
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Binni Hlö er einn mesti toppmaður sem ég þekki
Binni Hlö er einn mesti toppmaður sem ég þekki
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar lék með HK sumarið 2017.
Grétar lék með HK sumarið 2017.
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Já, Grétar bróðir nafnið hefur aðeins aukist eftir að þeir byrjuðu með þessa þætti.
Já, Grétar bróðir nafnið hefur aðeins aukist eftir að þeir byrjuðu með þessa þætti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gaman að taka þátt í því með Heimi að slá stigamet og vinna titilinn - Adrian er mjög góður leikmaður og gæti hæglega spilað í Pepsi Max-deildinni.
Gaman að taka þátt í því með Heimi að slá stigamet og vinna titilinn - Adrian er mjög góður leikmaður og gæti hæglega spilað í Pepsi Max-deildinni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var virkilega gaman að leika undir stjórn Ejubs, hann hefur mikið vit á fótbolta og hjálpaði mér mikið.
Það var virkilega gaman að leika undir stjórn Ejubs, hann hefur mikið vit á fótbolta og hjálpaði mér mikið.
Mynd/Ingunn Hallgrímsdóttir
„Það var mjög fínt að búa í Færeyjum, gott fólk og alls ekki ósvipað og að vera bara í Hafnarfirði"

Við tókum spjallið í öfugri tímaröð þegar kemur að ferli Grétars, byrjum á Fjölni og vinnum okkar til baka í upphaf ferilsins.

Grétar um skiptin yfir í KR:
„Markmiðið var alltaf að fara aftur í toppklúbb á Íslandi"

Ekkert nema toppmenn í klefanum
Hvernig var síðasta sumar með Fjölni?

„Persónulega var ég þakklátur Fjölni að gefa mér tækifærið í efstu deild og fékk að spila alla leiki þar. Persónulega er erfitt að ætla dæma mína eigin frammistöðu sjálfur þar sem okkur sem lið gekk erfiðlega að fá stig. En ég tek með mér frá Fjölni reynsluna að spila í efstu deild og vera berjast á röngum enda deildarinnar, sem getur reynt á," sagði Grétar.

„Auðvitað er erfitt að vera tapa leik eftir leik en mórallinn var almennt góður enda ekkert nema toppmenn í klefanum og þrátt fyrir úrslitin var þetta að mörgu leyti skemmtilegt sumar."

Virðir ákvörðun vinar síns
Bergsveinn Ólafsson, þá fyrirliði Fjölnis, hætti rétt fyrir mót. Var of mikið talað um þetta í tengslum við Fjölnis liðið?

„Það er kannski umræða sem ég gat lítið verið að skipta mér af. Beggi er flottur leikmaður og góður vinur minn úr FH, og hefði vissulega getað hjálpað okkur mikið í sumar en þegar menn eru með hausinn annars staðar þá verða þeir að taka ákvörðun sem henta þeim. Það er það sem Beggi gerði og ég virði það."

„Ejub hefur mikið vit á fótbolta og hjálpaði mér mikið"
Grétar lék með Víkingi í Ólafsvík tímabilið 2019. Hvernig kom það til að hann endaði í Ólafsvík?

„Þegar að ég kom frá Færeyjum voru mörg lið úr 1. deildinni að heyra í mér og mér leist best á það sem Ejub hafði að segja og því endaði ég þar."

„Ég mæli hiklaust með því að fara aðeins út á land til að fá að spila og kynnast nýju umhverfi. Ég eignaðist fullt af vinum og fékk tækifæri til að einbeita mér meira að fótboltanum og búa einn."

„Það var virkilega gaman að leika undir stjórn Ejubs, hann hefur mikið vit á fótbolta og hjálpaði mér mikið. Ég á ennþá vini í Ólafsvík sem ég held tengslum við sem er bara gaman."


Fór til Ólafsvíkur til að einbeita sér bara að fótbolta
Fréttaritari var forvitinn hvort hefði komið til greina að vera áfram í Færeyum eftir gott tímabil þar. Var slíkt í boði?

„Jú, það kom nú eitthvað upp að fara aftur til Færeyja en varð síðan ekkert úr því. Ég hugsaði á þessum tíma að það væri fínt að reyna komast í efstu deild hérna á Íslandi, þar sem mér fannst færeyska deildin ekkert vera mjög hátt rönkuð hjá mönnum hérna heima."

„Ég var bara með tilboð úr 1. deildinni á þessum tíma og því ákvað ég að fara til Ólafsvíkur og taka svona svipað ævintýri og í Færeyjum - að geta einbeitt mér bara að fótbolta."


Óþolandi að tapa úrslitaleiknum en huggun að vinna deildina
Þá er komið að tímanum í Færeyjum. Grétar gekk í raðir HB í Þórshöfn frá FH að láni um mitt tímabil 2018. Grétar lék með HB út tímabilið og varð Færeyjarmeistari undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Hjá HB var einnig Leiknismaðurinn Brynjar Hlöðversson.

Hvernig kom það til að Grétar ákvað að fara til Færeyja og hvernig fannst þér þessi tími lukkast?

„Heimir og ég höfðum þekkst frá tíma okkar í FH og það heillaði mig að fara til hans, til annars lands og kynnast einhverju nýju. Ég er sáttur með þann tíma, okkur var ekki spáð neitt rosalega góðu gengi fyrir tímabilið og var gaman að taka þátt í því með Heimi að slá stigamet og vinna titilinn. Það var mjög fínt að búa í Færeyjum, gott fólk og alls ekki ósvipað og að vera bara í Hafnarfirði. Ég eignaðist nokkra vini þarna úti sem ég heyri af og til í."

HB tapaði eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni í úrslitaleik bikarsins, liðið hefði þar getað unnið tvöfalt. Er niðurstaða bikarúrslitaleiksins það mest svekkjandi á ferlinum?

„Já, klárlega mest svekkjandi á ferlinum að tapa þessum bikarúrslitaleik. Það var óþolandi, en huggun að hafa unnið deildina."

Hvernig liðsfélagi er Binni Hlö og hversu góður er Adrian Justinussen?

„Binni Hlö er einn mesti toppmaður sem ég þekki og hjálpaði hann mér mikið og var virkilega góður félagsskapur á meðan ég var þarna úti. Adrian er mjög góður leikmaður og gæti hæglega spilað í Pepsi Max-deildinni."

Að lokum um HB, veit Grétar af hverju félagaskiptin til og frá FH til Færeyja eru ekki inn á vef KSÍ?

„Ég hef ekki hugmynd."

Bæði FH-ingur og Haukari
Fyrir tímann í Færeyjum lék Grétar að láni hjá HK frá FH árið 2017. Áður hafði hann tekið ákvörðun sem sumir gætu kallað umdeilda. Grétar er uppalinn hjá Haukum en skipti yfir í FH árið 2015. Af hverju skipti Grétar yfir í FH?

„FH vildi fá mig og það var mjög spennandi að geta æft í besta liði á Íslandi á þeim tíma undir Heimi og Lauga (Guðlaugur Baldursson) sem höfðu trú á mér. Svo átti ég fullt af vinum þarna fyrir þannig að var ekki erfið ákvörðun."

Lítur Gréatar á sig sem meiri FH-ing eða Haukamann í dag?

„Þetta er mjög erfið spurning sem ég get varla svarað, alltaf verið mikill Haukari, en eftir að maður hefur verið í FH í þessu flotta umhverfi þar þá verður maður sjálfkrafa annt um það fólk sem maður kynntist þar."

Var að keppa við bestu miðjumenn landsins
Hvernig var tíminn hja FH?

„Ég var búinn að vera æfa 2015 en svo 2016 kemst ég aðeins nær þessu og fæ að vera í hóp. Ég fékk að spila einn leik í bikar og einn í deild en var náttúrulega að keppa við bestu miðjumenn landsins það tímabilið. Þannig það var sjálfkrafa erfitt að ætlast til að spila alla leiki þar sem að liðinu gekk líka vel og algjör óþarfi að breyta."

„Mórallinn var gífurlega góður hjá FH á þessum tíma og æfingarnar voru oft á tíðum skrautlegar og komu upp skraut augnablik tengd t.d. Davíð Þór (Viðarssyni), Böðvari (Böðvarssyni), Pétri (Viðarssyni) og fleiri góðum en ekki endilega einhverjar sögur sem ég er tilbúinn að uppljóstra."


Áfall þegar blakdraumurinn var úti
Að öðru: Grétar sagði frá því á sínum tíma í 'hinni hliðinni' að hann varð Íslandsmeistari í blaki. Grétar var spurður: Þú varðst Íslandsmeistari í blaki á sínum tíma, hvenær og af hverju hættiru í blakinu?

„Jújú mikið rétt, eflaust ekki margir sem vita af þessu. Ég datt illa úr axlarlið á sínum tíma og þá var mér ráðlagt af lækni að hætta og þar með var blakdraumurinn úti. Það var mikið áfall þó að fótboltinn hafi alltaf verið númer eitt."

„Andri er átta árum eldri svo ætli hann sé ekki gáfaðri"
Að lokum: Bróðir Grétars er annar af þáttarstjórnendum hlaðvarpsins Steve Dagskrá sem hefur notið mikilla vinsælda. Grétar er iðulega kallaður 'Grétar bróðir' í þættinum og undirritaður hefur heyrt Grétar vera kallaðan það af öðrum. Verður Grétar var við það að fólk noti 'Grétar bróðir' þegar talað er um sig?

„Já, Grétar bróðir nafnið hefur aðeins aukist eftir að þeir byrjuðu með þessa þætti."

Andri, bróðir Grétars, skaut á bróðir sinn fyrir ummæli um Guðmann Þórisson eftir leik Fjölnis og FH síðasta sumar. Grétar sagði Guðmann ekki vera þann gáfaðasta og Andri sagði þau ummæli Grétars koma úr mjög harðri átt. Grétar var spurður hvor bræðranna væri gáfaðri.

„Andri gerði lítið úr því sem ég sagði um Guðmann en Andri er átta árum eldri þannig ætli hann sé ekki gáfaðri," sagði Grétar að lokum.

Grétar um skiptin yfir í KR:
„Markmiðið var alltaf að fara aftur í toppklúbb á Íslandi"
Athugasemdir
banner