„Þetta var 6 stiga leikur og við náum 2-0 sigri og höldum hreinu, bara eins og manni hefði dreymt þetta," sagði Bjarni Mark sem átti góðan leik fyrir KA í kvöld á móti Fjölni.
Lestu um leikinn: KA 2 - 0 Fjölnir
KA gekk vel að halda skipulagi í kvöld.
„Það var ekkert rosalega mikið sem breytist í kvöld. Við héldum boltanum aðeins betur og vorum að spila vel fannst mér. Við erum búnir að vera uppá við í síðustu leikjum, við höfum bara ekki verið að ná í stigin."
KA var í fallsæti fyrir leikinn.
„Við hoppum upp í sjöunda og komust í pakkann og núna þurfum við bara að halda áfram að vinna en ekki bara vinna einn leik og tapa svo þremur eins og síðast."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir























