Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   fim 05. desember 2019 21:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pálmi Rafn: Rautt spjald þegar menn verða of ljótir í kjaftinum
Pálmi í leik gegn FH í sumar.
Pálmi í leik gegn FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var svekkjandi, fyrri hálfleikurinn eyðilagði þetta þar sem þeir pressa okkur og skora einföld mörk. Þegar við erum að komast inn í leikinn hleypum við þeim aftur í tveggja marka forystu," sagði Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 3-2 tap gegn Val í úrslitum Bose-mótsins.

„Mótið hefur verið mjög flott. Unnum alla leiki nema þennan og ber að hrósa Gústa (Ágústi Gylfasyni) og Origo fyrir mótið, geggjað mót."

Kristján Flóki Finnbogason fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks. Pálmi var spurður út í atvikið.

„Þegar menn verða of ljótir í kjaftinum geta menn fengið rautt spjald. Við vorum svolítið pirraðir í dag og réðum kannski ekki við skapið í okkur á köflum, þá getur þetta farið svona."

Pálmi Rafn tjáði sig að lokum um meiðsli Pablo Punyed sem þurfti að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik. Pálmi segir hann hafa orðið fyrir ljótri tæklingu en verði fljótur að jafna sig, grjótharður hann Pablo.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner