Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck „leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik"
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
   fim 06. febrúar 2020 00:29
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Ný reynsla að vera tveir
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei ég hef aldrei spilað leik sem hefur farið svona með handboltatölum. Hvort þetta hafi verið 17-16 eða eitthvað svoleiðis, rosalegur tölur en mikil spenna í þessu svona eins og úrslitaleikur á að vera.“
Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar af þjálfurum Keflavíkur eftir tap hans manna gegn Aftureldingu í úrslitaleik B-deildar Fótbolta.net mótsins í maraþonvítaspyrnukeppni.

„Það á vonandi eftir að bætast eitthvað í hópinn okkar og það var eitthvað um meiðsli en leikmennirnir sem fengu tækifæri í dag stóðu sig bara fínt en svo eru auðvitað hlutir sem við vorum ekki ánægðir með eins og gengur en þetta var áttundi leikurinn okkar og við höfum unnið sjö en maður lærir alltaf þegar maður tapar.“

Sigurður Ragnar er að snúa aftur í þjálfun eftir smá hlé en áður þjálfaði hann meðal annars Kínsverska kvennalandsliði en stendur ekki einn í brúnni því með honum er Eysteinn Húni Hauksson sem er á sínu þriðja ári með lið Keflavíkur. En hvernig hefur samstarf þeirra farið af stað?

„Það hefur gengið bara fínt. Við reynum að nýta styrkleika hvors annars þannig að þeir nýtist liðinu sem best. Það er ný reynsla að vera tveir sem aðalþjálfarar en og hefur sína kosti og galla en við náum að komast yfir fullt og þetta hefur gengið vel hingað til og vonandi náum við að vera ennþá betri áður en tímabilið byrjar. “

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner