Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   fim 06. febrúar 2020 00:29
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Ný reynsla að vera tveir
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei ég hef aldrei spilað leik sem hefur farið svona með handboltatölum. Hvort þetta hafi verið 17-16 eða eitthvað svoleiðis, rosalegur tölur en mikil spenna í þessu svona eins og úrslitaleikur á að vera.“
Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson annar af þjálfurum Keflavíkur eftir tap hans manna gegn Aftureldingu í úrslitaleik B-deildar Fótbolta.net mótsins í maraþonvítaspyrnukeppni.

„Það á vonandi eftir að bætast eitthvað í hópinn okkar og það var eitthvað um meiðsli en leikmennirnir sem fengu tækifæri í dag stóðu sig bara fínt en svo eru auðvitað hlutir sem við vorum ekki ánægðir með eins og gengur en þetta var áttundi leikurinn okkar og við höfum unnið sjö en maður lærir alltaf þegar maður tapar.“

Sigurður Ragnar er að snúa aftur í þjálfun eftir smá hlé en áður þjálfaði hann meðal annars Kínsverska kvennalandsliði en stendur ekki einn í brúnni því með honum er Eysteinn Húni Hauksson sem er á sínu þriðja ári með lið Keflavíkur. En hvernig hefur samstarf þeirra farið af stað?

„Það hefur gengið bara fínt. Við reynum að nýta styrkleika hvors annars þannig að þeir nýtist liðinu sem best. Það er ný reynsla að vera tveir sem aðalþjálfarar en og hefur sína kosti og galla en við náum að komast yfir fullt og þetta hefur gengið vel hingað til og vonandi náum við að vera ennþá betri áður en tímabilið byrjar. “

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá í spilarnum hér að ofan.
Athugasemdir
banner