„Þetta er söguleg stund," sagði útvarpsmaðurinn og skemmtikrafturinn Tómas Steindórsson í viðtali við Fótbolta.net í hálfleik á leik Íslands gegn Albaníu í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 1 Albanía
Tómas var með bjór í hönd en í kvöld er í fyrsta sinn þar sem áfengur bjór verður seldur almenningi á íslenskum landsleik á Laugardalsvelli.
Bjór hefur áður verið seldur á Laugardalsvelli en aðeins í VIP-stúkum leikvangarins.
„Ég heyrði það fyrir tveimur dögum að það væri búið að selja rétt rúmlega 1000 miða en svo byrjaði þetta að spyrjast út að það væri verið að selja bjór. Það er þokkalega vel mætt núna. Ég er einn af þessum 3000 sem mættu til að fá einn kaldan, og bjórbrauðið líka - ekki gleyma því."
Staðan var 0-1 í hálfleik og var Tómas spurður að því hvort Ísland myndi ná að snúa þessu við.
„Við jöfnum þetta og þetta fer 3-1, þetta snýst algjörlega við," sagði Tómas en Ísland er búið að jafna leikinn þegar þessi frétt er skrifuð.
Athugasemdir