Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 06. október 2020 11:35
Elvar Geir Magnússon
Bestur í 11. umferð - Eins og rjómi ofan á kökuna
Brynjólfur Willumsson (Breiðablik)
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Brynjólfur Andersen Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Binni er búinn að vera geggjaður í síðustu leikjum og er að skapa og búa til í hverjum einasta leik. Þegar hann bætir mörkum ofan á það er það eins og rjómi ofan á kökuna," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, í viðtali eftir 4-1 sigur Blika gegn Fylki.

Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk í þessum mikilvæga sigri Blika í Evrópubaráttunni og er leikmaður umferðarinnar.

Fjallað var um leikinn og frammistöðu í Innkastinu. Blikum vantaði sinn helsta markaskorara, Thomas Mikkelsen, og Brynjólfur steig upp.

„Mér fannst holningin á Blikaliðinu virkilega góð og ég velti því fyrir mér hvort það létti á mönnum að hafa Danann ekki uppi á topp? Hann hefur ekki verið nægilega góður í undanförnum leikjum," segir Gunnar Birgisson.

Spilar Brynjólfur betur þegar Mikkelsen er ekki?

„Hann skoraði tvö þarna og tvö í Víkinni þegar Mikkelsen var ekki. Hann fær þá að taka vítin, að sjálfsögðu. Þrjú af þessum fjórum mörkum koma úr vítum," segir Gunnar.

„Mér fannst þetta allavega skemmtileg uppstilling Breiðabliks í þessum leik, Stefán Ingi var hægra megin og Brynjólfur var í níunni, Gísli svo vinstra megin við. Mér fannst það virka vel, þeir náðu að herja á þá utanvert trekk í trekk. Brynjólfur hefði vel getað skorað tvö til þrjú í viðbót."

Ingólfur Sigurðsson tók undir þetta.

„Maður hálfvorkenndi honum að hafa ekki náð þrennunni. Hann óð í færum en þetta var ótrúlega jákvæð frammistaða heilt yfir. Það þarf hann að taka með sér úr leiknum, ekki svekkja sig á því að hafa ekki náð þrennunni. Ég er mjög hrifinn af honum sem 'striker' og hann mun örugglega með tíð og tíma breytast í gamm í teignum," segir Ingólfur.

Brynjólfi var ekki hleypt í viðtöl eftir leikinn en þjálfararnir hafa væntanlega óttast að hann myndi segja eitthvað óheppilegt sem fjölmiðlar gætu 'smjattað' á.

„Stuðningsmenn Blika vilja fá að heyra í honum hljóðið eftir svona frammistöðu en þeir fá ekki að heyra í sínum aðalmanni," segir Ingólfur.

Sjá einnig:
Leikmaður 1. umferðar - Stefán Teitur Þórðarson (ÍA)
Leikmaður 2. umferðar - Valgeir Valgeirsson (HK)
Leikmaður 3. umferðar - Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Leikmaður 4. umferðar - Viktor Jónsson (ÍA)
Leikmaður 5. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 6. umferðar - Pablo Punyed (KR)
Leikmaður 7. umferðar - Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Leikmaður 9. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 10. umferðar - Birkir Már Sævarsson (Valur)
Leikmaður 12. umferðar - Daníel Hafsteinsson (FH)
Leikmaður 13. umferðar - Patrick Pedersen (Valur)
Leikmaður 14. umferðar - Ólafur Ingi Skúlason (Fylkir)
Leikmaður 15. umferðar - Atli Sigurjónsson (KR)
Leikmaður 16. umferðar - Steven Lennon (FH)
Leikmaður 17. umferðar - Aron Bjarnason (Valur)
Leikmaður 18. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Innkastið - Mátti ekki mæta í viðtal og allt í hnút í Evrópubaráttu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner