Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 06. október 2020 11:15
Elvar Geir Magnússon
Lið 11. umferðar - 19 ára markvörður lék sinn fyrsta leik í efstu deild
Sigurjón Daði Harðarson í leiknum gegn Stjörnunni.
Sigurjón Daði Harðarson í leiknum gegn Stjörnunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steven Lennon er fastakúnni úrvalsliðsins.
Steven Lennon er fastakúnni úrvalsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Atli Sigurjónsson.
Atli Sigurjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á sunnudaginn var heil umferð í Pepsi Max-deild karla og mikið stuð í gangi. Í Innkastinu sem tekið var upp í gær var úrvalslið umferðarinnar opinberað en þetta var 11. umferð.

Stórleikur umferðarinnar var Evrópubaráttuslagur Breiðabliks og Fylkis sem endaði með 4-1 sigri Blika. Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari umferðarinnar og þá eru þrír leikmenn Kópavogsliðsins í liðinu.

Það eru Brynjólfur Andersen Willumsson, sem skoraði tvö, varnarmaðurinn Elfar Freyr Helgason sem skoraði einnig í leiknum og sóknarmaðurinn ungi Stefán Ingi Sigurðarson sem sífellt var ógnandi.



FH fór á Skagann og vann 4-0 útisigur. Steven Lennon skoraði þrennu í leiknum og er nú kominn með sautján mörk í deildinni. Markametið er í hættu! Lennon er valinn í úrvalsliðið í fimmta sinn á tímabilinu. Varnarmaðurinn Guðmann Þórisson er einnig í liði umferðarinnar.

KA jafnaði jafnteflismetið með því að sækja eitt stig í Fossvoginn, 2-2 urðu lokatölur. Guðmundur Steinn Hafsteinsson í KA og Kwame Quee í Víkingi skoruðu í leiknum og eru í úrvalsliðinu.

HK og KR gerðu 1-1 jafntefli þar sem Atli Sigurjónsson skoraði laglegt mark og er valinn í lið umferðarinnar í fimmta sinn í sumar.

Stjarnan vann 1-0 sigur gegn Fjölni. Sigurjón Daði Harðarson, 19 ára markvörður Fjölnis, var valinn maður leiksins en hann var að leika sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni og nýtti tækifærið frábærlega.

Valsmenn stigu enn eitt skrefið í átt að Íslandsmeistaratitlinum með því að vinna 6-0 sigur gegn Gróttu. Aron Bjarnason skoraði tvö mörk og Eiður Aron Sigurbjörnsson komst einnig á blað. Aron er valinn í fjórða sinn.

Sjá einnig:
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Innkastið - Mátti ekki mæta í viðtal og allt í hnút í Evrópubaráttu
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner