Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. október 2020 07:30
Elvar Geir Magnússon
Lið 14. umferðar - Þriggja mánaða umferð
Patrick Pedersen hefur verið valinn sex sinnum í úrvalsliðið.
Patrick Pedersen hefur verið valinn sex sinnum í úrvalsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar.
Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það eru fordæmalausir tímar og 14. umferð Pepsi Max-deildarinnar var leikin á þremur mánuðum! Í ágúst voru tveir leikir, einn í september og umferðin kláraðist loks í gær með þremur leikjum.

Byrjum á ágústleikjunum...

Ólafur Ingi Skúlason var maður leiksins þegar Fylkir vann 2-0 sigur gegn Fjölni. Varnarmaðurinn Ásgeir Eyþórsson skoraði fyrra mark leiksins og er einnig í liði umferðarinnar.

Birnir Snær Ingason skoraði tvívegis í 3-0 sigri HK gegn Gróttu. Brynjar Björn Gunnarsson er þjálfari umferðarinnar.



Einn leikur var í september. Valur vann 4-2 útisigur gegn ÍA og var Patrick Pedersen maður leiksins. Danski sóknarmaðurinn skoraði tvívegis og er í úrvalsliðinu í sjötta sinn á tímabilinu!

Þá eru það fulltrúar úr leikjum gærdagsins...

Pétur Viðarsson og Hilmar Árni Halldórsson sáu um markaskorunina í 1-1 jafntefli FH og Stjörnunnar. Þeir eru báðir í úrvalsliðinu, eins og Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar, sem var maður leiksins.

Viktor Karl Einarsson skoraði og var valinn maður leiksins í 1-1 jafntefli Breiðabliks og KA. Brynjar Ingi Bjarnason, varnarmaður KA, kemst einnig í úrvalsliðið.

Þá eru Óskar Örn Hauksson og Ægir Jarl Jónasson, markaskorarar KR í 2-0 sigri gegn Víkingi, einnig valdir.

Sjá einnig:
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner