Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   þri 07. júlí 2020 22:22
Sverrir Örn Einarsson
Sigurður: Með einn mann til að bomba á
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ekki klárir þegar þeir leggja af stað í þessa sókn og fá fría fyrirgjöf og hann skorar með hendinni og þeir sjá það ekki dómaranir en þá er það bara þannig.“
Voru fyrstu orð Sigurðar Höskuldssonar aðspurður um þá blautu tusku sem þriðja mark ÍBV var sem Gary Martin skoraði með hendi.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  4 ÍBV

„Mér fannst við lélegir í fyrri hálfleik, uppspilið okkar var ekki gott og ég er mjög óánægður með það. Svo varð það töluvert betra í seinni hálfleik. Þeir breyttu leikkerfinu sem stuðaði okkur aðeins.“

Eyjamenn beittu talsvert af löngum boltum úr öftustu línu fyrir fljóta framherja liðsins að eltast við sem ollu nokkrum usla í vörn Leiknis.

„Mér finnst alveg ótrúlegt að lið með svona mannskap sem ætlar sér upp um deild spili svona fótbolta. Að lið með svona hóp stóli á einn mann til að bomba á og bara til hamingju með það mér finnst það ótrúlegt.“

Leiknir varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Vuk Oskar Dimitrijevic þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Hvað kom fyrir hjá honum?

„Hann fékk eitthvað högg og bara svona dead leg, það verður allt í lagi með hann og ég vona að hann verði klár í næsta leik en ég er ekki viss en á alveg eins trú á því. en við erum með stórann og flottann hóp svo það truflar mig ekki neitt.“
Athugasemdir