Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 07. júlí 2020 22:22
Sverrir Örn Einarsson
Sigurður: Með einn mann til að bomba á
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ekki klárir þegar þeir leggja af stað í þessa sókn og fá fría fyrirgjöf og hann skorar með hendinni og þeir sjá það ekki dómaranir en þá er það bara þannig.“
Voru fyrstu orð Sigurðar Höskuldssonar aðspurður um þá blautu tusku sem þriðja mark ÍBV var sem Gary Martin skoraði með hendi.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  4 ÍBV

„Mér fannst við lélegir í fyrri hálfleik, uppspilið okkar var ekki gott og ég er mjög óánægður með það. Svo varð það töluvert betra í seinni hálfleik. Þeir breyttu leikkerfinu sem stuðaði okkur aðeins.“

Eyjamenn beittu talsvert af löngum boltum úr öftustu línu fyrir fljóta framherja liðsins að eltast við sem ollu nokkrum usla í vörn Leiknis.

„Mér finnst alveg ótrúlegt að lið með svona mannskap sem ætlar sér upp um deild spili svona fótbolta. Að lið með svona hóp stóli á einn mann til að bomba á og bara til hamingju með það mér finnst það ótrúlegt.“

Leiknir varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Vuk Oskar Dimitrijevic þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Hvað kom fyrir hjá honum?

„Hann fékk eitthvað högg og bara svona dead leg, það verður allt í lagi með hann og ég vona að hann verði klár í næsta leik en ég er ekki viss en á alveg eins trú á því. en við erum með stórann og flottann hóp svo það truflar mig ekki neitt.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner