Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   þri 07. júlí 2020 22:22
Sverrir Örn Einarsson
Sigurður: Með einn mann til að bomba á
Lengjudeildin
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis
Sigurður Höskuldsson þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum ekki klárir þegar þeir leggja af stað í þessa sókn og fá fría fyrirgjöf og hann skorar með hendinni og þeir sjá það ekki dómaranir en þá er það bara þannig.“
Voru fyrstu orð Sigurðar Höskuldssonar aðspurður um þá blautu tusku sem þriðja mark ÍBV var sem Gary Martin skoraði með hendi.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  4 ÍBV

„Mér fannst við lélegir í fyrri hálfleik, uppspilið okkar var ekki gott og ég er mjög óánægður með það. Svo varð það töluvert betra í seinni hálfleik. Þeir breyttu leikkerfinu sem stuðaði okkur aðeins.“

Eyjamenn beittu talsvert af löngum boltum úr öftustu línu fyrir fljóta framherja liðsins að eltast við sem ollu nokkrum usla í vörn Leiknis.

„Mér finnst alveg ótrúlegt að lið með svona mannskap sem ætlar sér upp um deild spili svona fótbolta. Að lið með svona hóp stóli á einn mann til að bomba á og bara til hamingju með það mér finnst það ótrúlegt.“

Leiknir varð fyrir áfalli snemma leiks þegar Vuk Oskar Dimitrijevic þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Hvað kom fyrir hjá honum?

„Hann fékk eitthvað högg og bara svona dead leg, það verður allt í lagi með hann og ég vona að hann verði klár í næsta leik en ég er ekki viss en á alveg eins trú á því. en við erum með stórann og flottann hóp svo það truflar mig ekki neitt.“
Athugasemdir
banner