
,,Það er frekar svekkjandi að klára ekki öll þessi færi," sagði Ragna Lóa Stefánsdóttir þjálfari Fylkis eftir 3-1 tap liðsins gegn Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
,,Við ákváðum að spila með átta í vörn. Þetta er Stjarnan, með Hörpu og við settum átta frakka á hana. Það gekk ágætlega framan af."
,,Við ákváðum að spila með átta í vörn. Þetta er Stjarnan, með Hörpu og við settum átta frakka á hana. Það gekk ágætlega framan af."
Fylkir náði að halda markadrottningunni Hörpu Þorsteinsdóttur í skefjum en hún skoraði ekki í kvöld.
,,Það þyrfti helst að selja Hörpu úr landi. Ég nenni eiginlega ekki að hafa hana í þessari deild lengur því hún eyðileggur þetta. Ég er búinn að hafa sjálf samband við umboðsmenn til að hún komist út."
,,Hún er bara óþolandi. Drullaðu þér bara út Harpa," sagði Ragna og hló. ,,Hún er stórkostleg, og það er eiginlega fáránlegt að hún sé á Íslandi að spila."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir