Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 07. ágúst 2022 22:20
Anton Freyr Jónsson
Hlynur Atli: Sæt tilfinning að sjá boltann í netinu
Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram
Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er súrsæt tilfinning má segja. Helvíti ljúft að komast 2-0 yfir en svo komust þeir á bragðið með þessu marki þannig úr því sem komið var að jafna leikinn undir lokin var ótrúlega mikilvægt." sagði Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram eftir 3-3 jafnteflið við Víkinga í Úlfarsárdal í kvöld. 


„Við nýtum þau fáu færi sem við fengum og vorum bara mjög klinikal í því. Þeir héldu vel í boltann og við vissum svosem að þeir myndu gera það. Við hefðum mátt halda aðeins betur í boltann eins og við erum vanir en Víkingar er gott lið og þeir voru meira með boltann en það þarf að klára færin."

Fram eru taplausir á þessum nýja velli sínum og leikmenn liðsins virðast kunna vel við sig á þessum stórglæsilega velli. Hlynur Atli hrósaði áhorfendum og segist þakklátur fyrir þann stuðning sem liðið fær. 

„Við höfum tekið andan úr Safamýrinni hingað þar sem stemmingin var og okkur líður vel á heimavelli. Það er alveg smekkfullur völlur alltaf og maður er bara þakklátur fyrir stuðninginn og maður reynir að endurgjalda í þessu að vera taplausir."

Stóra atvikið í leiknum átti sér stað undir lokin þegar Fram fengu hornspyrnu sem Guðmundur Magnússon nær að skalla á markið og Ingvar nær að verja og virðist hafa haldið boltanum og Brynjar Gauti kom ákveðið í boltann og setti hann í netið. Hlynur Atli var spurður út í þetta atvik.

„Já ég sá þetta. Mér fannst Ingvar missa boltann en ég er ekki alveg með það á hreinu hvort hann sé með tvær hendur á bolta eða hendi á bolta en bara vel gert hjá Brynjari að vera grimmur í teignum í teignum og fylgja þessu eftir, þetta er sæt tilfinning að sjá boltann í netinu."


Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner