Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 07. ágúst 2022 22:20
Anton Freyr Jónsson
Hlynur Atli: Sæt tilfinning að sjá boltann í netinu
Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram
Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er súrsæt tilfinning má segja. Helvíti ljúft að komast 2-0 yfir en svo komust þeir á bragðið með þessu marki þannig úr því sem komið var að jafna leikinn undir lokin var ótrúlega mikilvægt." sagði Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram eftir 3-3 jafnteflið við Víkinga í Úlfarsárdal í kvöld. 


„Við nýtum þau fáu færi sem við fengum og vorum bara mjög klinikal í því. Þeir héldu vel í boltann og við vissum svosem að þeir myndu gera það. Við hefðum mátt halda aðeins betur í boltann eins og við erum vanir en Víkingar er gott lið og þeir voru meira með boltann en það þarf að klára færin."

Fram eru taplausir á þessum nýja velli sínum og leikmenn liðsins virðast kunna vel við sig á þessum stórglæsilega velli. Hlynur Atli hrósaði áhorfendum og segist þakklátur fyrir þann stuðning sem liðið fær. 

„Við höfum tekið andan úr Safamýrinni hingað þar sem stemmingin var og okkur líður vel á heimavelli. Það er alveg smekkfullur völlur alltaf og maður er bara þakklátur fyrir stuðninginn og maður reynir að endurgjalda í þessu að vera taplausir."

Stóra atvikið í leiknum átti sér stað undir lokin þegar Fram fengu hornspyrnu sem Guðmundur Magnússon nær að skalla á markið og Ingvar nær að verja og virðist hafa haldið boltanum og Brynjar Gauti kom ákveðið í boltann og setti hann í netið. Hlynur Atli var spurður út í þetta atvik.

„Já ég sá þetta. Mér fannst Ingvar missa boltann en ég er ekki alveg með það á hreinu hvort hann sé með tvær hendur á bolta eða hendi á bolta en bara vel gert hjá Brynjari að vera grimmur í teignum í teignum og fylgja þessu eftir, þetta er sæt tilfinning að sjá boltann í netinu."


Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner