Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   sun 07. ágúst 2022 22:20
Anton Freyr Jónsson
Hlynur Atli: Sæt tilfinning að sjá boltann í netinu
Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram
Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er súrsæt tilfinning má segja. Helvíti ljúft að komast 2-0 yfir en svo komust þeir á bragðið með þessu marki þannig úr því sem komið var að jafna leikinn undir lokin var ótrúlega mikilvægt." sagði Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram eftir 3-3 jafnteflið við Víkinga í Úlfarsárdal í kvöld. 


„Við nýtum þau fáu færi sem við fengum og vorum bara mjög klinikal í því. Þeir héldu vel í boltann og við vissum svosem að þeir myndu gera það. Við hefðum mátt halda aðeins betur í boltann eins og við erum vanir en Víkingar er gott lið og þeir voru meira með boltann en það þarf að klára færin."

Fram eru taplausir á þessum nýja velli sínum og leikmenn liðsins virðast kunna vel við sig á þessum stórglæsilega velli. Hlynur Atli hrósaði áhorfendum og segist þakklátur fyrir þann stuðning sem liðið fær. 

„Við höfum tekið andan úr Safamýrinni hingað þar sem stemmingin var og okkur líður vel á heimavelli. Það er alveg smekkfullur völlur alltaf og maður er bara þakklátur fyrir stuðninginn og maður reynir að endurgjalda í þessu að vera taplausir."

Stóra atvikið í leiknum átti sér stað undir lokin þegar Fram fengu hornspyrnu sem Guðmundur Magnússon nær að skalla á markið og Ingvar nær að verja og virðist hafa haldið boltanum og Brynjar Gauti kom ákveðið í boltann og setti hann í netið. Hlynur Atli var spurður út í þetta atvik.

„Já ég sá þetta. Mér fannst Ingvar missa boltann en ég er ekki alveg með það á hreinu hvort hann sé með tvær hendur á bolta eða hendi á bolta en bara vel gert hjá Brynjari að vera grimmur í teignum í teignum og fylgja þessu eftir, þetta er sæt tilfinning að sjá boltann í netinu."


Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner