Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 07. ágúst 2022 22:20
Anton Freyr Jónsson
Hlynur Atli: Sæt tilfinning að sjá boltann í netinu
Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram
Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er súrsæt tilfinning má segja. Helvíti ljúft að komast 2-0 yfir en svo komust þeir á bragðið með þessu marki þannig úr því sem komið var að jafna leikinn undir lokin var ótrúlega mikilvægt." sagði Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram eftir 3-3 jafnteflið við Víkinga í Úlfarsárdal í kvöld. 


„Við nýtum þau fáu færi sem við fengum og vorum bara mjög klinikal í því. Þeir héldu vel í boltann og við vissum svosem að þeir myndu gera það. Við hefðum mátt halda aðeins betur í boltann eins og við erum vanir en Víkingar er gott lið og þeir voru meira með boltann en það þarf að klára færin."

Fram eru taplausir á þessum nýja velli sínum og leikmenn liðsins virðast kunna vel við sig á þessum stórglæsilega velli. Hlynur Atli hrósaði áhorfendum og segist þakklátur fyrir þann stuðning sem liðið fær. 

„Við höfum tekið andan úr Safamýrinni hingað þar sem stemmingin var og okkur líður vel á heimavelli. Það er alveg smekkfullur völlur alltaf og maður er bara þakklátur fyrir stuðninginn og maður reynir að endurgjalda í þessu að vera taplausir."

Stóra atvikið í leiknum átti sér stað undir lokin þegar Fram fengu hornspyrnu sem Guðmundur Magnússon nær að skalla á markið og Ingvar nær að verja og virðist hafa haldið boltanum og Brynjar Gauti kom ákveðið í boltann og setti hann í netið. Hlynur Atli var spurður út í þetta atvik.

„Já ég sá þetta. Mér fannst Ingvar missa boltann en ég er ekki alveg með það á hreinu hvort hann sé með tvær hendur á bolta eða hendi á bolta en bara vel gert hjá Brynjari að vera grimmur í teignum í teignum og fylgja þessu eftir, þetta er sæt tilfinning að sjá boltann í netinu."


Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir