Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
   sun 07. ágúst 2022 22:20
Anton Freyr Jónsson
Hlynur Atli: Sæt tilfinning að sjá boltann í netinu
Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram
Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er súrsæt tilfinning má segja. Helvíti ljúft að komast 2-0 yfir en svo komust þeir á bragðið með þessu marki þannig úr því sem komið var að jafna leikinn undir lokin var ótrúlega mikilvægt." sagði Hlynur Atli Magnússon, fyrirliði Fram eftir 3-3 jafnteflið við Víkinga í Úlfarsárdal í kvöld. 


„Við nýtum þau fáu færi sem við fengum og vorum bara mjög klinikal í því. Þeir héldu vel í boltann og við vissum svosem að þeir myndu gera það. Við hefðum mátt halda aðeins betur í boltann eins og við erum vanir en Víkingar er gott lið og þeir voru meira með boltann en það þarf að klára færin."

Fram eru taplausir á þessum nýja velli sínum og leikmenn liðsins virðast kunna vel við sig á þessum stórglæsilega velli. Hlynur Atli hrósaði áhorfendum og segist þakklátur fyrir þann stuðning sem liðið fær. 

„Við höfum tekið andan úr Safamýrinni hingað þar sem stemmingin var og okkur líður vel á heimavelli. Það er alveg smekkfullur völlur alltaf og maður er bara þakklátur fyrir stuðninginn og maður reynir að endurgjalda í þessu að vera taplausir."

Stóra atvikið í leiknum átti sér stað undir lokin þegar Fram fengu hornspyrnu sem Guðmundur Magnússon nær að skalla á markið og Ingvar nær að verja og virðist hafa haldið boltanum og Brynjar Gauti kom ákveðið í boltann og setti hann í netið. Hlynur Atli var spurður út í þetta atvik.

„Já ég sá þetta. Mér fannst Ingvar missa boltann en ég er ekki alveg með það á hreinu hvort hann sé með tvær hendur á bolta eða hendi á bolta en bara vel gert hjá Brynjari að vera grimmur í teignum í teignum og fylgja þessu eftir, þetta er sæt tilfinning að sjá boltann í netinu."


Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner