Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 08. maí 2023 21:55
Haraldur Örn Haraldsson
Úlfur Ágúst: Ég ætla að setja svona 8-9 mörk
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

FH og Keflavík áttust við í 6. umferð Bestu deildar karla í kvöld þar sem FH vann leikinn 2-1. Úlfur Ágúst Björnsson var einn af markaskorurum leiksins og kom í viðtal eftir leik.


Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Keflavík

„Þetta var bara fínn leikur í heildina, fínt að koma til baka eftir tapið í seinustu viku og ná sigri. Sérstaklega á Kaplakrikavelli."

FH hefur leikið sína heimavelli á varavelli sínum en spiluðu í kvöld sinn fyrsta leik á Kaplakrikavelli.

„Þetta var geðveikt sko og stuðningurinn líka bara til fyrirmyndar. Við fundum það þegar við vorum komnir fyrir leik í upphitun að við værum tilbúnir í þetta og vorum með fólkið með okkur þannig þetta var bara geggjað."

Úlfur er núna kominn með 2 mörk í deildinni en hans markmið er að skora fleiri.

„Ég ætla nú að setja fleiri en ég setti í fyrra, það voru bara einhver fimm. Ég ætla nú að setja nokkur, svona 8-9 ég væri sáttur með það."

FH fer upp í fjórða sætið að minnsta kosti tímabundið með þessum sigri og eru með 10 stig. En þær hafa verið misgóðar frammistöðurnar hjá liðinu.

„Við erum allt annað lið en í fyrra og það er bara grafið og gleymt. Við stefnum bara hátt, við erum með lið sem getur gert góða hluti og eins og þú sérð þá getum við alveg spilað fótbolta. Við gætum alveg farið topp 4."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Úlfur nánar um hvernig það er að spila undir Heimi Guðjóns og samstarf hans og Kjartans Henry.


Athugasemdir
banner
banner