Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mið 08. júlí 2020 22:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nacho: Ekki okkar vandamál að þeir náðu ekki sínu flæði
Lengjudeildin
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Þetta er súrsætur sigur fyrir okkur. Mér fannst við eiga sigurinn skilinn. Fyrstu 47 mínúturnar í leiknum vorum við mun betri en þeir, áttum stangarskot og stýrðum leiknum fram að rauða spjaldinu og svo stýrðu þeir leiknum," sagði Nacho Gil, markaskorari Vestra, eftir 0-1 útisigur gegn Þór.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Vestri

Nacho lék með liði Þórs árin 2018 og 2019. Hvernig var fyrir hann að koma aftur á Þórsvöllinn og skora sigurmarkið?

„Ég á enn vini hér og margir sem eru mér mikilvægir eru hér. Það er alltaf gaman að koma á staði þar sem fólk elskar þig og þú elskar fólkið. Að skora markið: Þetta er fótbolti, ég er glaður með það en ég reyni bara að gera mitt besta fyrir liðið. Ég vona að Þórsurunum gangi vel, þeir eru fyrir ofan okkur í töflunni og vonandi geta þeir barist um að fara upp á þessu ári."

Þórsarar voru ósáttir með að leikurinn var meira og minna stopp í kvöld og vildu meina að leikmenn Vestra hefðu verið mikið í grasinu og að tefja.

„Ég spilaði hér í tvö ár og ég veit hvernig kúlturinn hér er og leikmennirnir. Þetta eru harðir leikmenn og við vissum að við þyrftum að leggja hart að okkur. Auðvitað reyniru að vinna tíma þegar þú ert að vinna með einu marki og ert einum manni færri. Það er ekki okkar vandamál að þeir náðu ekki sínu flæði."

Nacho var að lokum spurður út í vítaspyrnuna sem Þór vildi fá í uppbótartíma og svarið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner