Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   mið 08. júlí 2020 22:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nacho: Ekki okkar vandamál að þeir náðu ekki sínu flæði
Lengjudeildin
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Þetta er súrsætur sigur fyrir okkur. Mér fannst við eiga sigurinn skilinn. Fyrstu 47 mínúturnar í leiknum vorum við mun betri en þeir, áttum stangarskot og stýrðum leiknum fram að rauða spjaldinu og svo stýrðu þeir leiknum," sagði Nacho Gil, markaskorari Vestra, eftir 0-1 útisigur gegn Þór.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Vestri

Nacho lék með liði Þórs árin 2018 og 2019. Hvernig var fyrir hann að koma aftur á Þórsvöllinn og skora sigurmarkið?

„Ég á enn vini hér og margir sem eru mér mikilvægir eru hér. Það er alltaf gaman að koma á staði þar sem fólk elskar þig og þú elskar fólkið. Að skora markið: Þetta er fótbolti, ég er glaður með það en ég reyni bara að gera mitt besta fyrir liðið. Ég vona að Þórsurunum gangi vel, þeir eru fyrir ofan okkur í töflunni og vonandi geta þeir barist um að fara upp á þessu ári."

Þórsarar voru ósáttir með að leikurinn var meira og minna stopp í kvöld og vildu meina að leikmenn Vestra hefðu verið mikið í grasinu og að tefja.

„Ég spilaði hér í tvö ár og ég veit hvernig kúlturinn hér er og leikmennirnir. Þetta eru harðir leikmenn og við vissum að við þyrftum að leggja hart að okkur. Auðvitað reyniru að vinna tíma þegar þú ert að vinna með einu marki og ert einum manni færri. Það er ekki okkar vandamál að þeir náðu ekki sínu flæði."

Nacho var að lokum spurður út í vítaspyrnuna sem Þór vildi fá í uppbótartíma og svarið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner