Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mið 08. júlí 2020 22:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nacho: Ekki okkar vandamál að þeir náðu ekki sínu flæði
Lengjudeildin
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Þetta er súrsætur sigur fyrir okkur. Mér fannst við eiga sigurinn skilinn. Fyrstu 47 mínúturnar í leiknum vorum við mun betri en þeir, áttum stangarskot og stýrðum leiknum fram að rauða spjaldinu og svo stýrðu þeir leiknum," sagði Nacho Gil, markaskorari Vestra, eftir 0-1 útisigur gegn Þór.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Vestri

Nacho lék með liði Þórs árin 2018 og 2019. Hvernig var fyrir hann að koma aftur á Þórsvöllinn og skora sigurmarkið?

„Ég á enn vini hér og margir sem eru mér mikilvægir eru hér. Það er alltaf gaman að koma á staði þar sem fólk elskar þig og þú elskar fólkið. Að skora markið: Þetta er fótbolti, ég er glaður með það en ég reyni bara að gera mitt besta fyrir liðið. Ég vona að Þórsurunum gangi vel, þeir eru fyrir ofan okkur í töflunni og vonandi geta þeir barist um að fara upp á þessu ári."

Þórsarar voru ósáttir með að leikurinn var meira og minna stopp í kvöld og vildu meina að leikmenn Vestra hefðu verið mikið í grasinu og að tefja.

„Ég spilaði hér í tvö ár og ég veit hvernig kúlturinn hér er og leikmennirnir. Þetta eru harðir leikmenn og við vissum að við þyrftum að leggja hart að okkur. Auðvitað reyniru að vinna tíma þegar þú ert að vinna með einu marki og ert einum manni færri. Það er ekki okkar vandamál að þeir náðu ekki sínu flæði."

Nacho var að lokum spurður út í vítaspyrnuna sem Þór vildi fá í uppbótartíma og svarið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner