Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 08. júlí 2020 22:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nacho: Ekki okkar vandamál að þeir náðu ekki sínu flæði
Lengjudeildin
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Þetta er súrsætur sigur fyrir okkur. Mér fannst við eiga sigurinn skilinn. Fyrstu 47 mínúturnar í leiknum vorum við mun betri en þeir, áttum stangarskot og stýrðum leiknum fram að rauða spjaldinu og svo stýrðu þeir leiknum," sagði Nacho Gil, markaskorari Vestra, eftir 0-1 útisigur gegn Þór.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Vestri

Nacho lék með liði Þórs árin 2018 og 2019. Hvernig var fyrir hann að koma aftur á Þórsvöllinn og skora sigurmarkið?

„Ég á enn vini hér og margir sem eru mér mikilvægir eru hér. Það er alltaf gaman að koma á staði þar sem fólk elskar þig og þú elskar fólkið. Að skora markið: Þetta er fótbolti, ég er glaður með það en ég reyni bara að gera mitt besta fyrir liðið. Ég vona að Þórsurunum gangi vel, þeir eru fyrir ofan okkur í töflunni og vonandi geta þeir barist um að fara upp á þessu ári."

Þórsarar voru ósáttir með að leikurinn var meira og minna stopp í kvöld og vildu meina að leikmenn Vestra hefðu verið mikið í grasinu og að tefja.

„Ég spilaði hér í tvö ár og ég veit hvernig kúlturinn hér er og leikmennirnir. Þetta eru harðir leikmenn og við vissum að við þyrftum að leggja hart að okkur. Auðvitað reyniru að vinna tíma þegar þú ert að vinna með einu marki og ert einum manni færri. Það er ekki okkar vandamál að þeir náðu ekki sínu flæði."

Nacho var að lokum spurður út í vítaspyrnuna sem Þór vildi fá í uppbótartíma og svarið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir