Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 08. júlí 2020 22:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nacho: Ekki okkar vandamál að þeir náðu ekki sínu flæði
Lengjudeildin
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Þetta er súrsætur sigur fyrir okkur. Mér fannst við eiga sigurinn skilinn. Fyrstu 47 mínúturnar í leiknum vorum við mun betri en þeir, áttum stangarskot og stýrðum leiknum fram að rauða spjaldinu og svo stýrðu þeir leiknum," sagði Nacho Gil, markaskorari Vestra, eftir 0-1 útisigur gegn Þór.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Vestri

Nacho lék með liði Þórs árin 2018 og 2019. Hvernig var fyrir hann að koma aftur á Þórsvöllinn og skora sigurmarkið?

„Ég á enn vini hér og margir sem eru mér mikilvægir eru hér. Það er alltaf gaman að koma á staði þar sem fólk elskar þig og þú elskar fólkið. Að skora markið: Þetta er fótbolti, ég er glaður með það en ég reyni bara að gera mitt besta fyrir liðið. Ég vona að Þórsurunum gangi vel, þeir eru fyrir ofan okkur í töflunni og vonandi geta þeir barist um að fara upp á þessu ári."

Þórsarar voru ósáttir með að leikurinn var meira og minna stopp í kvöld og vildu meina að leikmenn Vestra hefðu verið mikið í grasinu og að tefja.

„Ég spilaði hér í tvö ár og ég veit hvernig kúlturinn hér er og leikmennirnir. Þetta eru harðir leikmenn og við vissum að við þyrftum að leggja hart að okkur. Auðvitað reyniru að vinna tíma þegar þú ert að vinna með einu marki og ert einum manni færri. Það er ekki okkar vandamál að þeir náðu ekki sínu flæði."

Nacho var að lokum spurður út í vítaspyrnuna sem Þór vildi fá í uppbótartíma og svarið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner