Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   mið 08. júlí 2020 07:00
Auglýsingar
Símamótið í beinni útsendingu
Mynd: Símamótið
Þetta er í 36. sinn sem að yngstu og efnilegustu knattspyrnustelpur af landinu öllu mæta til leiks á Símamótið, með leikgleðina í fararbroddi og sína listir sínar í þeirri frábæru aðstöðu sem að Breiðablik hefur upp á að bjóða.

Sökum aðstæðna í samfélaginu hefur skipulagning knattspyrnuveislu af þessari stærðargráðu eflaust aldrei verið flóknari. Við hvetjum aðstandendur og stuðningsfólk keppenda tl að fylgja reglum Símamótsins og munum að hreinlæti og sótthreinsun er besta vörnin. Starfsfólk Breiðabliks og fjöldi sjálfboðaliða sem láta allt ganga upp eiga mikið hrós skilið fyrir frábært og óeigingjarnt starf sem mun vonandi skapa ógleymanlegar minningar hjá keppendum öllum.

Um 2400 knattspyrnustelpur mæta nú í ár, margar að stíga sín fyrstu skref og ekki útilokað að framtíðar leikmenn kvennalandsliðsins muni sýna hvað í þeim býr og gera sitt besta innan vallar. Því skiptir máli að aðstandendur skapi jákvæða stemmningu utan vallar, bæði þegar vel gengur og ekki síður þegar á móti blæs.

Sjónvarp Símans mun sýna fjölmarga leiki í beinni útsendingu, fleiri en nokkru sinni fyrr sökum aðstæðna í samfélaginu. Þannig ætti stuðningsfólk að geta fylgst með sínu liði úr fjarlægð og keppendur að geta séð sig á stóra skjánum að móti loknu í sjónvarpsþjónustu Símans.

Beinar útsendingar verða á Síminn Sport í opinni dagskrá.

5. flokkur (Síminn Sport 2)
Fös 07:50 – 17:00
Lau 07:50 – 17:00
Sun 07:50 – 15:30

6. flokkur (Síminn Sport 3)
Fös 08:20 – 17:00
Lau 08:20 – 17:00
Sun 07:50 – 14:00

7. Flokkur (Síminn Sport 4)
Fös 08:50 – 17:00
Lau 08:50 – 17:00
Sun 08:25 – 14:00
Athugasemdir
banner
banner