“Bara hamingja. Við erum búnar að vinna leikinn eins og við ætluðum að gera og við héldum hreinu,” sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari Stjörnunnar eftir 2-0 sigur gegn Þór/KA á Þórsvelli nú í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór/KA 0 - 2 Stjarnan
“Við komum hérna á erfiðan völl á móti erfiðu liði og við sigruðum svo við erum mjög glöð með þetta. Við skutum tvisvar eða þrisvar í stöngina hjá þeim og þau fengu góð færi. Þetta var bara hörkuleikur, það er alltaf erfitt að koma að spila við þetta Þórslið, þetta er bara gott lið, vel þjálfað, vel skipulagt og þetta var bara erfitt.”
“Það eru sex stig í pottinum og sex stiga munur svo við þurfum að klára seinasta, klára þetta mót eins og við ætlum að gera. Þetta er aldrei komið fyrr en það er ekki hægt að reikna það út að við getum ekki tapað þessu,” sagði Ólafur að lokum.
Athugasemdir






















