Eyþór Aron Wöhler, sóknarmaður Skagamanna var gríðarlega sáttur eftir leik ÍA og Fram sem spilaður var fyrr í dag og lauk með 3-2 sigri Skagamanna á Norðurálsvellinum á Akranesi við októberaðstæður.
Sigurinn var kærkominn fyrir heimamenn sem eru að berjast á botni deildarinnar.
Lestu um leikinn: ÍA 3 - 2 Fram
„Það er alltaf fínt að vinna og loksins kom að þessu hjá mér, ég er ekki búinn að vinna leik síðan í apríl þannig það eru einhverjir sex mánuðir síðan að ég vann.''
„Fáum á okkur tvö skítamörk í fyrri hálfleik en spiluðum ágætlega, við komum inn í seinni hálfleikinn með góða ákefð og Jón Þór gaf okkur góðan hárblásara í hálfleik, það held ég vakti menn til lífsins.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir