Rúnar Páll var skiljanlega ánægður með 4-0 sigur sinna manna gegn Þór fyrr í dag. Jafnræði var með liðunum framan af leik en undir lokin kláruðu Fylkismenn leikinn með stæl og skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins.
Lestu um leikinn: Fylkir 4 - 0 Þór
„Virkilega fín frammistaða, sérstaklega í seinni hálfleik. Við vorum fínir í fyrri hálfleik og komumst vel á bakvið þá, það var síðasta sendingin sem var að klikka en annars vorum við fínir, í seinni hálfleik bara klárum við leikinn.''
Rúnar Páll fékk gult spjald fyrir mótmæli í fyrri hálfleik, hvernig upplifði hann það atvik?
„Það var leikmaður sem fékk boltann í höndina þegar við vorum að sleppa einir í gegn, sá leikmaður var á gulu spjaldi en Einar þorði ekki að gefa honum sitt annað gula spjald til þess að hlýfa honum að fá ekki rautt, ég var ósáttur við það.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.























