Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   fös 09. ágúst 2024 21:26
Elvar Geir Magnússon
Stórslys sem þarf að læra af - „Eins og ræflar í eigin vítateig“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur hægst á stigasöfnun Fjölnis og forysta liðsins í Lengjudeildinni aðeins eitt stig eftir 5-1 skell gegn ÍBV í Grafarvoginum í kvöld. Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis hafði þetta að segja eftir leik:

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  5 ÍBV

„Þegur ekkert gengur upp hjá öðru liðinu en allt hjá hinu liðinu getur leikurinn endað svona. Það er það sem gerðist hérna í dag. Þetta er algjört stórslys en við verðum samt að læra af þessu," segir Úlfur.

„Fyrsta markið er bara eitthvað, við missum boltann klaufalega á miðjunni og hann tekur skot frá miðju og þetta er eitthvað 'happening'. Svo erum við bara með þá í teskeið og fáum dauðafæri til að jafna. Svo koma þrjú mörk, úr hornspyrnu, innkasti og löngum bolta. Við erum eins og algjörir ræflar inn í okkar teig og það er gríðarlega úr karakter. Við erum búnir að vera frábærir í föstum leikatriðum í sumar."

„Það er rosalegur meðbyr með ÍBV og við verðum að þjappa okkur saman. Þó úrslitin séu slæm er þetta bara eitt tap, við verðum að ná að vinna okkur upp úr þessum dal sem við erum í núna. Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Úlfur nánar um þá baráttu sem framundan er í deildinni.
Athugasemdir
banner