Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
   fös 09. ágúst 2024 21:26
Elvar Geir Magnússon
Stórslys sem þarf að læra af - „Eins og ræflar í eigin vítateig“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það hefur hægst á stigasöfnun Fjölnis og forysta liðsins í Lengjudeildinni aðeins eitt stig eftir 5-1 skell gegn ÍBV í Grafarvoginum í kvöld. Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis hafði þetta að segja eftir leik:

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  5 ÍBV

„Þegur ekkert gengur upp hjá öðru liðinu en allt hjá hinu liðinu getur leikurinn endað svona. Það er það sem gerðist hérna í dag. Þetta er algjört stórslys en við verðum samt að læra af þessu," segir Úlfur.

„Fyrsta markið er bara eitthvað, við missum boltann klaufalega á miðjunni og hann tekur skot frá miðju og þetta er eitthvað 'happening'. Svo erum við bara með þá í teskeið og fáum dauðafæri til að jafna. Svo koma þrjú mörk, úr hornspyrnu, innkasti og löngum bolta. Við erum eins og algjörir ræflar inn í okkar teig og það er gríðarlega úr karakter. Við erum búnir að vera frábærir í föstum leikatriðum í sumar."

„Það er rosalegur meðbyr með ÍBV og við verðum að þjappa okkur saman. Þó úrslitin séu slæm er þetta bara eitt tap, við verðum að ná að vinna okkur upp úr þessum dal sem við erum í núna. Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Úlfur nánar um þá baráttu sem framundan er í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner