Ejub Purisevic , Þjálfari Víking Ó, var mjög sáttur með sigur sinna manna gegn KA á Akureyri í dag.
„Mjög ánægður með að koma norður, vinna leik og fá þrjú stig.“
„Mjög ánægður með að koma norður, vinna leik og fá þrjú stig.“
Lestu um leikinn: KA 2 - 3 Víkingur Ó.
Víkingar náðu þriggja marka forustu með því að refsa heimamönnum grimmilega með hröðum sóknum en gáfu svo eftir undir lokin, Ejub var ekki alveg jaafn ánægður með það.
„Ég get ekki útskýrt hvað gerðist. Þegar við skoruðum þriðja markið þá voru örugglega margir að hugsa að þetta væri komið og þurftu ekki að klára sinn mann og sína vinnu. Við bjóðum þeim inn í leikinn og þeir tóku því boði og þeir hefðu jafnvel getað fengið jöfnunarmarkið undir lokin.“
Þrátt fyrir að Víkingum sé spáð í þriðja sætið er Ejub ekki viss hvort að stefnan sé sett á að komast upp eftir miklar breytingar milli tímabila.
„Það eru mörg stærri nöfn í þessari deild en við. Ég skal vera hreinskilinn, það hafa verið miklar breytingar á liðinu og ég veit ekki hversu sterkt liðið mitt en fyrr en við höfum spilað allavega sjö til átta leiki. Ég er samt þannig að ég vil alltaf vinna.“
Viðtalið í heild er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir






















