Harpa Þorsteinsdóttir átti frábæran leik þegar Stjarnan vann 7-2 sigur gegn Val í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Íslenska landsliðskonan skoraði þrennu í leiknum, tvö fyrstu mörk Stjörnunnar í fyrri hálfleik og svo eitt af vítapunktinum í seinni hálfleik, og var hún að vonum ánægð með þennan stórsigur.
,,Þetta eru kannski ekki tölurnar sem við bjuggumst við fyrir leik, enda eru þær með virkilega sterkt lið, en við vorum sterkari í dag," sagði Harpa við Fótbolta.net.
,,Við komum virkilega vel undirbúnar til leiks og mér fannst við töluvert sterkari aðilinn framan af í leiknum. Svo unnu þær sig inn í fyrri hálfleikinn og við föllum óþarflega aftarlega og gefum þeim tíma, og þær skora tvö mörk."
,,Ég er ánægð með liðið allt í heild. Mér fannst allir leikmenn eiga góðan dag í dag."
Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir






















