Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leiddi íslenska landsliðið út á EM í dag. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Belgíu í fyrsta leik sínum á mótinu.
„Maður er svolítið svekktur að fá ekki sigur, en þetta er enginn heimsendir. Við tökum þetta stig," sagði Sara við Fótbolta.net.
„Maður er svolítið svekktur að fá ekki sigur, en þetta er enginn heimsendir. Við tökum þetta stig," sagði Sara við Fótbolta.net.
Lestu um leikinn: Belgía 1 - 1 Ísland
Ísland fékk vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Vildi Sara ekki taka spyrnuna?
„Ég vildi taka hana, en Berglind var fyrri og sagðist ætla að taka hana. Ég treysti henni fullkomlega fyrir þessu. Við erum þéttur hópur og stöndum á bak við hvor aðra. Það er ótrúlega sterkt af Berglindi að missa ekki hausinn, koma til baka og skora."
Sara eignaðist sitt fyrsta barn seint á síðasta ári en er búin að leggja á sig ótrúlega mikla vinnu og er komin til baka. Hún er orðin þreytt á spurningum um líkamlegt ástand sitt.
„Skrokkurinn er frábær eftir leikinn. Hvenær ætlið þið að hætta að spyrja að þessu?" sagði Sara létt.
Hún segist hafa verið stolt af stuðningnum við íslenska liðið í dag. Allt viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir






















