Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   fös 10. september 2021 23:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Björgvin eftir sigur í úrslitakeppninni: Ég er stoltur af stelpunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjarðabyggð/Höttur/Huginn sigraði úrslitakeppni 2. deildar kvenna í kvöld eftir maraþon leik gegn Fjölni í Boganum á Akureyri í kvöld.

Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari liðsins var að vonum hress eftir leikinn.

„Tilfinningin er bara mjög góð. Gott að vera með þessar stelpur og þær eru búnar að standa sig alveg virkilega vel og ég er mjög stoltur af þeim."

Liðið var í 1. sæti í deildinni þannig það mátti gera ráð fyrir því að Björgvin sé ánægður með sumarið í heild.

„Það er búið að vera mjög gott. Við vorum frábærar í deildinni og búnar að vera mjög góðar í úrslitakeppninni þannig að við getum ekki kvartað yfir neinu."

„Fyrir utan þegar þær fóru að týnast í meiðsli undir restina eins og gengur og gerist en þá voru leikmenn sem voru tilbúnar að stíga upp og koma inná."

Liðið ætlar að halda sér uppi í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.

„Við höfum sýnt það að við höfum tekið ansi mörg skref á þessum þremur árum sem ég er búinn að vera hérna og Lengjudeildin er mjög sterk og við ætlum að mæta þangað og vera með lið klárt í Lengjudeildina en markmiðið verður að halda sér uppi en við eigum okkur drauma markmið en þau eru til langstíma."

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir tileinkaði sigurinn Sonju Björk Jóhannsdóttur leikmanni liðsins sem missti föður sinn í gær.
Athugasemdir
banner