Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 11. janúar 2023 09:30
Elvar Geir Magnússon
Enzo gaf til kynna með fagni sínu að hann sé ekki á förum
Enzo var kampakátur þegar hann skoraði fyrir Benfica.
Enzo var kampakátur þegar hann skoraði fyrir Benfica.
Mynd: Getty Images
Enzo Fernandez gaf til kynna með fagni sínu í gær að hann yrði áfram hjá Benfica. Þessi 21 árs argentínski landsliðsmaður hefur sterklega verið orðaður við Chelsea en hann var valinn besti ungi leikmaðurinn á HM.

Enzo skoraði í 2-0 bikarsigri gegn Varzim og hljóp að stúkunni þar sem stuðningsmenn Benfica voru. Hann barði á merkið á treyju sinni og benti svo til jarðar, skilaboðin voru: Ég verð hér áfram.

Uppgangur Enzo hefur verið með hreinum ólíkindum en talað var um að Chelsea myndi kaupa hann á 112 milljónir punda. Stjóri Benfica sagði hinsvegar á dögunum að viðræður hefði runnið út í sandinn og Enzo myndi vera áfram hjá Benfica, allavega til sumars.

Sjá einnig:
Uppgangur Enzo með hreinum ólíkindum - Ellefufaldast í verði á hálfu ári


Athugasemdir
banner
banner
banner