„Mjög ánægður með sigurinn. Að koma í þetta ferðalag og ná í sigur gegn grimmu Magnaliði,'' sagði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflavíkur eftir 3-1 sigur á Magna í Inkasso deild karla, í dag.
Lestu um leikinn: Magni 1 - 3 Keflavík
Aðspurður um erfiða leið að sigri sagði Eysteinn: „Við féllum í það að halda að við gætum unnið fótboltaleik, án þess að gera eitthvað. Við áttum ekki séns í Magnaliðið þegar við spilum svoleiðis.''
Keflvíkingar fengu vítamínsprautu rétt fyrir 60. mínútu þegar að Sindri Kristinn varði frábærlega frá Angantý Mána og gengu á lagið: „Það kemur einhver neisti og við verðum líkari sjálfum okkur, sem verður til þess að við snúum leiknum á augabragði, en við getum staðið okkur miklu betur - með fullri virðingu fyrir Magna''
Keflavík eiga Aftureldingu í næstu umferð og þegar að Eysteinn var spurður um framhaldið sagði hann: „Við getum bætt ýmislegt og spilað betur yfir 90 mínútur. Ég sá Aftureldingu spila í gær og þeir berjast eins og ljón, við verðum að vera klárir í það.''
Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir





















