Óskar Örn Hauksson er á förum frá KR en hann verður á láni hjá Valerenga út tímabilið.
,,Aðdragandinn var enginn. Þetta kom upp á í dag eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þetta er búið að vera að gerast í allan dag og þetta er ekki einu sinni alveg klárt," sagði Óskar Örn eftir leikinn í kvöld.
,,Þetta er eitt skref upp á við. Ég fæ að vera þarna í nokkra mánuði. Þetta er stórt lið í Noregi. Maður hefði ekkert stokkið á hvað sem er en ég lít á þetta sem win-win dæmi."
,,Aðdragandinn var enginn. Þetta kom upp á í dag eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þetta er búið að vera að gerast í allan dag og þetta er ekki einu sinni alveg klárt," sagði Óskar Örn eftir leikinn í kvöld.
,,Þetta er eitt skref upp á við. Ég fæ að vera þarna í nokkra mánuði. Þetta er stórt lið í Noregi. Maður hefði ekkert stokkið á hvað sem er en ég lít á þetta sem win-win dæmi."
Félagaskiptaglugginn í Noregi er að loka og því fer Óskar strax út. Hann missir því af leik KR og Keflavíkur í úrslitum Borgunarbikarsins á laugardag.
,,Það hefði verið best að ná þeim leik og geta farið svo en það gengur ekki. Maður er búinn að spila bikarúrslitaleiki og þetta er skemmtilegasti leikur sem íslenskir fótboltamenn geta komist í á Íslandi. Það er svekkjandi að missa af honum."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir























