Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   þri 11. október 2022 16:00
Innkastið
Sterkastur í 24. umferð - Greiddi skuldina
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH vann lífsnauðsynlegan 4-2 sigur á Leikni í botnbaráttuslag í Bestu deild karla í gær. Matthías Vilhjálmsson skoraði þrennu fyrir FH og átti stóran þátt í því að FH landaði sigri og kom sér úr fallsæti í deildinni.

Fyrsta markið skoraði Matthías úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur, annað markið kom eftir fyrirgjöf frá Oliver Heiðarssyni og þrennan var innsigluð eftir frábæran undirbúning frá Kristni Frey Sigurðssyni.

Matthías er leikmaður 24. umferðar í boði Steypustöðvarinnar.

Sjá einnig:
Sterkasta lið umferðarinnar

„Ég held ég hafi aldrei skorað þrennu á Íslandi, bara í Noregi. Ég skuldaði. Ótrúlega vel gert og sérstaklega ánægður með fyrirgjöfina frá Oliver í skallamarkinu. Ég lifi svolítið á því að hengja hann upp á fjær og geta gert árás. Ótrúlega vel gert í báðum tilvikum hjá þeim," sagði Matthías í viðtali eftir leikinn í gær og hrósaði þeim sem komu að mörkunum.

Rætt var um Matthías í Innkastinu. „Það var kallað eftir því að þessir reynsluboltar í FH færu að stíga meira upp. Þarna gerði maðurinn með fyrirliðabandið það á ögurstundu, í leik sem þeir þurftu nauðsynlega að vinna," sagði Elvar Geir.

„Hann sagðist skulda og greiddi skuldina til baka og rúmlega það. Leiðtogi sem steig upp þegar á þurfti að halda," sagði Sæbjörn Steinke.

Leikmenn umferðarinnar:
23. umferð - Danijel Dejan Djuric (Víkingur)
22. umferð - Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
21. umferð - Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
20. umferð - Viktor Freyr Sigurðsson (Leiknir)
19. umferð - Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)
18. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
17. umferð - Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)
16. umferð - Atli Sigurjónsson (KR)
15. umferð - Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik)
14. umferð - Magnús Þórðarson (Fram)
13. umferð - Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)
12. umferð - Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir)
11. umferð - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
10. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
9. umferð - Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
8. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Fyrsta þrenna Matthíasar á Íslandi - „Ég skuldaði"
Innkastið - Blikar krýndir bestir í sófanum og FH greip líflínu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner