Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   mið 12. mars 2025 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um Kósovó: Vil ekki tvo heppnissigra með engum framförum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amir Rrahmani er fyrirliði Kósovó. Hann er miðvörður sem spilar með Napoli og er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.
Amir Rrahmani er fyrirliði Kósovó. Hann er miðvörður sem spilar með Napoli og er leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.
Mynd: EPA
Landsliðsþjálfarinn Franco Foda.
Landsliðsþjálfarinn Franco Foda.
Mynd: EPA
Í dag tilkynnti landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson 23 manna leikmannahóp fyrir tvo leiki gegn Kósovó. Liðin spila tvo umspilsleiki um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.

Eftir að hópur Arnars var opinberaður sat hann fyrir svörum á fréttamannafundi og var spurður út í andstæðingana.

„Þetta er lið sem er með hæfileikaríka einstaklinga, með leikmenn sem eru að spila með Napoli, Mallorca, Lille og Freiburg sem dæmi. Þeir eru með reynslumikinn þjálfara (Franco Foda) sem var þjálfari hjá austurríska landsliðinu áður en að Ralf Rangnick tók við. Hann er með reynslu úr alþjóðlegum fótbolta," sagði Arnar.

„Þetta er skemmtilega spilandi lið, sýnd veiði en ekki gefin. Þeir eru (29 sætum) neðar en við á heimslistanum en munurinn á liðunum er samt ekki svo mikill."

„Þetta verður erfitt verkefni við erum með „heimaleik" á Spáni, ekki hérna á Laugardalsvelli sem er eins og gott og við hefðum getað kosið í mars, en ekkert ákjósanlegt, við viljum fá okkar heimaleiki hérna á Laugardalsvelli. Ég á von á erfiðum leikjum."

„Auðvitað vil ég vinna, við viljum halda okkur í B-deildinni, B-deildin er góð fyrir okkur. Ég vil hins vegar ekki vinna og við sýnum ekki neinar framfarir. Ef við vinnum einhverja tvo heppnissigra og lærum ekki neitt þá mun það ekki gera okkur neitt gagn þegar verkefnin og alvaran byrjar í haust,"
sagði Arnar sem vísar þar í að undankeppni HM 2026 hefst seinna á þessu ári.
Arnar Gunnlaugs eftir sinn fyrsta hóp - Klárlega merki um nýja tíma
Athugasemdir
banner
banner
banner