Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 12. júlí 2020 19:51
Magnús Þór Jónsson
Jói Kalli: Við trúum því að við getum unnið öll lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn kláruðu leik sinn við Gróttuna á Seltjarnarnesi með þremur mörkum á fyrstu 18 mínútunum.  Þjálfari þeirra var að sjálfsögðu sáttur með það!

"Við komum grimmir inn í þennan leik.  Við vildum stýra og stjórna leiknum og náum að skora snemma.  Sköpum okkur svo fín færi til að skora enn fleiri mörk í fyrri hálfleiknum.  Þar náum við yfirhöndinni og í seinni hálfleik sigldum við þessu þokkalega heim".

Lestu um leikinn: Grótta 0 -  4 ÍA

"Strákarnir sem eru frammi eru fljótir og teknískir og við erum búnir að sýna það að við getum opnað hvaða lið sem er í þessari deild.  Ég er líka virkilega ánægður með það að við héldum hreinu því það er líka ánægjuefni".

Skaginn lyfti sér með sigrinum upp í 2.sætið í dag, eru menn að stilla markmiðin á toppbaráttuna.

"Við höfum trú á því að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild en þá þurfum við að spila okkar leik bæði varnar- og sóknarlega.  Við erum að reyna að spila hærra á vellinum og pressa og það er að ganga ágætlega hjá okkur."

Í leikmannahópi ÍA er nú mikið af ungum uppöldum strákum.

"Það koma ungir strákar inn í byrjunarliðið í dag og nýta tækifærið sitt virkilega vel.  Það eru ungir strákar á bekknum og breiddin okkar byggir á þessu, það er stefnan okkar og við ætlum að fylgja henni eftir".

Nánar er rætt við Jóa Kalla í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner