Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 12. júlí 2020 19:51
Magnús Þór Jónsson
Jói Kalli: Við trúum því að við getum unnið öll lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamenn kláruðu leik sinn við Gróttuna á Seltjarnarnesi með þremur mörkum á fyrstu 18 mínútunum.  Þjálfari þeirra var að sjálfsögðu sáttur með það!

"Við komum grimmir inn í þennan leik.  Við vildum stýra og stjórna leiknum og náum að skora snemma.  Sköpum okkur svo fín færi til að skora enn fleiri mörk í fyrri hálfleiknum.  Þar náum við yfirhöndinni og í seinni hálfleik sigldum við þessu þokkalega heim".

Lestu um leikinn: Grótta 0 -  4 ÍA

"Strákarnir sem eru frammi eru fljótir og teknískir og við erum búnir að sýna það að við getum opnað hvaða lið sem er í þessari deild.  Ég er líka virkilega ánægður með það að við héldum hreinu því það er líka ánægjuefni".

Skaginn lyfti sér með sigrinum upp í 2.sætið í dag, eru menn að stilla markmiðin á toppbaráttuna.

"Við höfum trú á því að við getum unnið hvaða lið sem er í þessari deild en þá þurfum við að spila okkar leik bæði varnar- og sóknarlega.  Við erum að reyna að spila hærra á vellinum og pressa og það er að ganga ágætlega hjá okkur."

Í leikmannahópi ÍA er nú mikið af ungum uppöldum strákum.

"Það koma ungir strákar inn í byrjunarliðið í dag og nýta tækifærið sitt virkilega vel.  Það eru ungir strákar á bekknum og breiddin okkar byggir á þessu, það er stefnan okkar og við ætlum að fylgja henni eftir".

Nánar er rætt við Jóa Kalla í viðtalinu sem fylgir. 
Athugasemdir
banner