Íslenska kvennalandsliðið er í Vejle en framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Dönum í undankeppni HM. Leikurinn fer fram sunnudaginn 15. júní og hefst kl. 11:00 að íslenskum tíma.
Baráttan er hörð um annað sætið í riðlinum en það getur gefið sæti í umspili um að komast á HM í Kanada 2015. Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins með 9 stig, líkt og Ísrael, en Danir eru með 8 stig. Allar þrjár þjóðirnar hafa leikið fimm leiki en Sviss er í efsta sætinu með 19 stig eftir sjö leiki.
Baráttan er hörð um annað sætið í riðlinum en það getur gefið sæti í umspili um að komast á HM í Kanada 2015. Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins með 9 stig, líkt og Ísrael, en Danir eru með 8 stig. Allar þrjár þjóðirnar hafa leikið fimm leiki en Sviss er í efsta sætinu með 19 stig eftir sjö leiki.
„Danmörk er með mjög gott lið, eru vel spilandi og teknískar. Við unnum þær á Algarve fyrir tveimur til þremur árum og ég tel að okkar spilamennska eigi að geta tryggt okkur þrjú stig," segir Dóra María Lárusdóttir.
„Danska liðið er í efsta styrkleikaflokki en hefur ekki verið að spila eftir sinni bestu getu. Þetta er leikur sem við verðum að vinna."
Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir






















