„Mjög svekkjandi, mjög slakur leikur hjá okkur og áttu svosem ekkert meira skilið úr þessum leik,'' sagði Rafn Markús Vilbergsson eftir 3-2 tap Njarðvíkur gegn Magna í Inkasso deild karla.
Lestu um leikinn: Magni 3 - 2 Njarðvík
„Mér fannst við bara ekki byrja leikinn nógu vel, fyrstu 60-70 mínúturnar voru slakar. Það er ekki fyrr en að þeir skora þriðja markið sem að við vöknum eitthvað og því fór sem fór,'' sagði Rafn.
Aðspurður um hvað honum hafi fundist helst fara úrskeiðis sagði Rafn: „Við fáum náttúrulega á okkur þrjú mörk og höfum verið nokkuð öflugir varnarlega, það er bara alltof dýrt.''
„Það er nóg að gera. Afturelding, Haukar og KR á næstu dögum. Það er bara spennandi framhald, við viljum fá fleiri stig og vonandi gerum við eitthvað á móti KR í framhaldinu,'' endaði Rafn á að segja.
Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir