Gabríel Hrannar tryggði sigurinn

Ágúst Þór Gylfason þjálfari Gróttu var sáttur með þrjú stig í Laugardalnum í dag.
„Vinnusigur, þetta var ekki fallegur leikur hjá hvorugu liðinu. Þróttarar voru þéttir fyrir. Þetta var ekki fallegt en þrjú stig til okkar er gríðarlega mikilvægt," sagði Gústi.
Gabríel Hrannar Eyjólfsson skoraði bæði mörk Gróttu í kvöld.
„Já mjög, hann er búinn að vera meiddur í allan vetur, það eru 2-3 leikir síðan hann kom inn í þetta. Flottur leikmaður, setti tvö í dag, einstaklingsframtök. Vel gert hjá honum."
„Vinnusigur, þetta var ekki fallegur leikur hjá hvorugu liðinu. Þróttarar voru þéttir fyrir. Þetta var ekki fallegt en þrjú stig til okkar er gríðarlega mikilvægt," sagði Gústi.
Gabríel Hrannar Eyjólfsson skoraði bæði mörk Gróttu í kvöld.
„Já mjög, hann er búinn að vera meiddur í allan vetur, það eru 2-3 leikir síðan hann kom inn í þetta. Flottur leikmaður, setti tvö í dag, einstaklingsframtök. Vel gert hjá honum."
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 2 Grótta
„Nei, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og sérstaklega í ljósi þess að Selfoss vinnur. Þeir þurftu að fá eitthvað út úr þessum leik og gerðu sitt besta. Ég var ánægður að við náðum að standast áhlaup þeirra og innbyrða sigurinn. Menn voru að berjast saman og verja markið sitt," sagði Gústi þegar hann var spurður út í frammistöðu Þróttara.
Sigurinn kemur Gróttu upp í fimmta sætið.
„Gamla klisjan að taka hvern leik fyrir sig, við eigum hörku prógram núna. Fyrst eru það Kórdrengir sem koma á Nesið til okkar. Við töpuðum fyrir þeim síðast."
Næsti leikur er á móti Kórdrengjum
„Kórdrengjaliðið er gríðarlega öflugt lið, mjög vel mannað og eru mjög sterkir. Gott fótboltalið með góða stýringu hjá Davíð og fleirum. Þeir eru að gera áhlaup um að komast upp um deild og ég sé möguleika á því, þeir eru með það sterkt lið. En við ætlum ekki að gefa þeim neitt á Nesinu."
Nánar er rætt við Gústa í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir