Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 13. ágúst 2021 22:36
Unnar Jóhannsson
Gústi Gylfa: Þetta var ekki fallegt
Gabríel Hrannar tryggði sigurinn
Lengjudeildin
Gústi var sáttur með stigin þrjú.
Gústi var sáttur með stigin þrjú.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ágúst Þór Gylfason þjálfari Gróttu var sáttur með þrjú stig í Laugardalnum í dag.

„Vinnusigur, þetta var ekki fallegur leikur hjá hvorugu liðinu. Þróttarar voru þéttir fyrir. Þetta var ekki fallegt en þrjú stig til okkar er gríðarlega mikilvægt," sagði Gústi.

Gabríel Hrannar Eyjólfsson skoraði bæði mörk Gróttu í kvöld.
„Já mjög, hann er búinn að vera meiddur í allan vetur, það eru 2-3 leikir síðan hann kom inn í þetta. Flottur leikmaður, setti tvö í dag, einstaklingsframtök. Vel gert hjá honum."

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  2 Grótta

„Nei, þeir eru að berjast fyrir lífi sínu og sérstaklega í ljósi þess að Selfoss vinnur. Þeir þurftu að fá eitthvað út úr þessum leik og gerðu sitt besta. Ég var ánægður að við náðum að standast áhlaup þeirra og innbyrða sigurinn. Menn voru að berjast saman og verja markið sitt," sagði Gústi þegar hann var spurður út í frammistöðu Þróttara.

Sigurinn kemur Gróttu upp í fimmta sætið.
„Gamla klisjan að taka hvern leik fyrir sig, við eigum hörku prógram núna. Fyrst eru það Kórdrengir sem koma á Nesið til okkar. Við töpuðum fyrir þeim síðast."

Næsti leikur er á móti Kórdrengjum
„Kórdrengjaliðið er gríðarlega öflugt lið, mjög vel mannað og eru mjög sterkir. Gott fótboltalið með góða stýringu hjá Davíð og fleirum. Þeir eru að gera áhlaup um að komast upp um deild og ég sé möguleika á því, þeir eru með það sterkt lið. En við ætlum ekki að gefa þeim neitt á Nesinu."

Nánar er rætt við Gústa í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner