Næstsíðasta umferð Lengjudeildarinnar var leikin um liðna helgi en þá varð staðfest að ÍBV fylgir Fram upp í efstu deild og Þróttur fellur með Víkingi Ólafsvík.
ÍBV vann 3-2 sigur gegn Þrótti á Hásteinsvelli þar sem Guðjón Pétur Lýðsson skoraði fyrsta markið og var valinn maður leiksins. Helgi Sigurðsson er þjálfari umferðarinnar fyrir að hafa landað markmiði Eyjaliðsins.
ÍBV vann 3-2 sigur gegn Þrótti á Hásteinsvelli þar sem Guðjón Pétur Lýðsson skoraði fyrsta markið og var valinn maður leiksins. Helgi Sigurðsson er þjálfari umferðarinnar fyrir að hafa landað markmiði Eyjaliðsins.
Gary Martin er valinn í úrvalsliðið í fimmta sinn en hann hefur reynst Selfyssingum gulls ígildi í fallbaráttunni. Hann skoraði í 2-1 útisigri gegn Þór Akureyri. Valdimar Jóhannsson skoraði hitt mark Selfyssinga og er einnig í úrvalsliðinu ásamt varnarmanninum Emir Dokara.
Grindavík vann 3-1 útisigur gegn Aftureldingu. Viktor Guðberg Hauksson skoraði tvö mörk fyrir Grindvíkinga og var valinn maður leiksins. Aron Dagur Birnuson og Tiago Fernandes eru einnig í liðinu.
Flautumark bjargaði Fram frá fyrsta tapi sínu í deildinni en liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Kórdrengjum. Tryggvi Snær Geirsson var afskaplega líflegur í liði Fram.
Gabríel Hrannar Eyjólfsson skoraði eitt mark og var stórhættulegur í 5-3 sigri Gróttu gegn Víkingi Ólafsvík. Luke Rae hjá Vestra er í úrvalsliðinu þrátt fyrir tap liðsins gegn Fjölni. Ragnar Leósson er fulltrúi Grafarvogsliðsins.
Sjá einnig:
Úrvalslið 20. umferðar
Úrvalslið 19. umferðar
Úrvalslið 18. umferðar
Úrvalslið 17. umferðar
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir