Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 13. september 2022 23:02
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Rebekka Sverris: Við höldum í sénsinn og höldum í vonina
Kvenaboltinn
Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR.
Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR, var að vonum svekkt eftir 2-1 tap gegn Aftureldingu. KR er á botni deildarinnar með bakið upp við vegg þegar þrjár umferðir eru eftir.

„Bara svekkt með úrslitin. Við ætluðum að koma hérna og taka þrjú stig og gefa vel í fyrir síðustu leikina. En heilt yfir ánægð með spilamennskuna, við vorum frá 50. mínútu einum færri og við héldum áfram að spila vel og skora á þær þannig heilt yfir er ég ánægð með frammistöðuna en óánægð með úrslitin," sagði Rebekka í viðtali eftir leik.

„Við spiluðum einum færri næstum því helminginn af leiknum en náðum samt að vera þéttar og skipuleggja okkur vel. Þær náðu að setja tvo bolta yfir okkur og skora tvö mörk á okkur en að sama skapi við skoruðum eitt mark og við vorum ekkert að gefast upp þótt við værum einum færri. Það var allt undir og við ætluðum að gefa allt, en já úrslitin féllu ekki með okkur."


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 KR

KR liðið hefur átt erfitt sumar þar sem þær voru óheppnar með leikjaniðurröðun, þjálfaraskipti og svo var tilkynnt fyrir helgi að Arnar Páll muni ekki halda áfram með liðið eftir tímabilið. Rebekka segir að sumarið sé búið að vera óvenjulegt.

„Það sem er frábært við þennan hóp er að það er góður mórall í hópnum og það er gaman að vera í þessum hóp, við erum að gera þetta fyrir hverja aðra og það er það eina sem skiptir máli. Það er hægt að finna allskonar afsakanir og auðvitað ef við hefðum fengið að velja leikjaniðurröðun þá hefðum við raðað þessu aðeins öðruvísi, en að sama skapi þá verðum við bara að taka því og halda áfram."

Þrjár umferðir eru eftir af mótinu og KR situr í botnsætinu með 7 stig, 5 stigum á eftir Aftureldingu en 6 stigum á eftir Þór/KA og öruggu sæti, en Þór/KA á leik til góða.

„Þetta leggst vel í mig því það er ennþá séns. Við höldum í sénsinn og höldum í vonina og við munum bara gefa hjarta og sál í þetta þangað til að mótið klárast," sagði Rebekka að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner