Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   þri 13. september 2022 23:02
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Rebekka Sverris: Við höldum í sénsinn og höldum í vonina
Kvenaboltinn
Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR.
Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR, var að vonum svekkt eftir 2-1 tap gegn Aftureldingu. KR er á botni deildarinnar með bakið upp við vegg þegar þrjár umferðir eru eftir.

„Bara svekkt með úrslitin. Við ætluðum að koma hérna og taka þrjú stig og gefa vel í fyrir síðustu leikina. En heilt yfir ánægð með spilamennskuna, við vorum frá 50. mínútu einum færri og við héldum áfram að spila vel og skora á þær þannig heilt yfir er ég ánægð með frammistöðuna en óánægð með úrslitin," sagði Rebekka í viðtali eftir leik.

„Við spiluðum einum færri næstum því helminginn af leiknum en náðum samt að vera þéttar og skipuleggja okkur vel. Þær náðu að setja tvo bolta yfir okkur og skora tvö mörk á okkur en að sama skapi við skoruðum eitt mark og við vorum ekkert að gefast upp þótt við værum einum færri. Það var allt undir og við ætluðum að gefa allt, en já úrslitin féllu ekki með okkur."


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 KR

KR liðið hefur átt erfitt sumar þar sem þær voru óheppnar með leikjaniðurröðun, þjálfaraskipti og svo var tilkynnt fyrir helgi að Arnar Páll muni ekki halda áfram með liðið eftir tímabilið. Rebekka segir að sumarið sé búið að vera óvenjulegt.

„Það sem er frábært við þennan hóp er að það er góður mórall í hópnum og það er gaman að vera í þessum hóp, við erum að gera þetta fyrir hverja aðra og það er það eina sem skiptir máli. Það er hægt að finna allskonar afsakanir og auðvitað ef við hefðum fengið að velja leikjaniðurröðun þá hefðum við raðað þessu aðeins öðruvísi, en að sama skapi þá verðum við bara að taka því og halda áfram."

Þrjár umferðir eru eftir af mótinu og KR situr í botnsætinu með 7 stig, 5 stigum á eftir Aftureldingu en 6 stigum á eftir Þór/KA og öruggu sæti, en Þór/KA á leik til góða.

„Þetta leggst vel í mig því það er ennþá séns. Við höldum í sénsinn og höldum í vonina og við munum bara gefa hjarta og sál í þetta þangað til að mótið klárast," sagði Rebekka að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner