Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 13. september 2022 23:02
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Rebekka Sverris: Við höldum í sénsinn og höldum í vonina
Kvenaboltinn
Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR.
Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR, var að vonum svekkt eftir 2-1 tap gegn Aftureldingu. KR er á botni deildarinnar með bakið upp við vegg þegar þrjár umferðir eru eftir.

„Bara svekkt með úrslitin. Við ætluðum að koma hérna og taka þrjú stig og gefa vel í fyrir síðustu leikina. En heilt yfir ánægð með spilamennskuna, við vorum frá 50. mínútu einum færri og við héldum áfram að spila vel og skora á þær þannig heilt yfir er ég ánægð með frammistöðuna en óánægð með úrslitin," sagði Rebekka í viðtali eftir leik.

„Við spiluðum einum færri næstum því helminginn af leiknum en náðum samt að vera þéttar og skipuleggja okkur vel. Þær náðu að setja tvo bolta yfir okkur og skora tvö mörk á okkur en að sama skapi við skoruðum eitt mark og við vorum ekkert að gefast upp þótt við værum einum færri. Það var allt undir og við ætluðum að gefa allt, en já úrslitin féllu ekki með okkur."


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 KR

KR liðið hefur átt erfitt sumar þar sem þær voru óheppnar með leikjaniðurröðun, þjálfaraskipti og svo var tilkynnt fyrir helgi að Arnar Páll muni ekki halda áfram með liðið eftir tímabilið. Rebekka segir að sumarið sé búið að vera óvenjulegt.

„Það sem er frábært við þennan hóp er að það er góður mórall í hópnum og það er gaman að vera í þessum hóp, við erum að gera þetta fyrir hverja aðra og það er það eina sem skiptir máli. Það er hægt að finna allskonar afsakanir og auðvitað ef við hefðum fengið að velja leikjaniðurröðun þá hefðum við raðað þessu aðeins öðruvísi, en að sama skapi þá verðum við bara að taka því og halda áfram."

Þrjár umferðir eru eftir af mótinu og KR situr í botnsætinu með 7 stig, 5 stigum á eftir Aftureldingu en 6 stigum á eftir Þór/KA og öruggu sæti, en Þór/KA á leik til góða.

„Þetta leggst vel í mig því það er ennþá séns. Við höldum í sénsinn og höldum í vonina og við munum bara gefa hjarta og sál í þetta þangað til að mótið klárast," sagði Rebekka að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner