Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 13. október 2019 13:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Fyrstu stigin komu gegn Söndru og Leverkusen
Sandra María Jessen í leik með Wolfsburg
Sandra María Jessen í leik með Wolfsburg
Mynd: Mirko Kappes
Sandra María Jessen var í byrjunarliði Bayer Leverkusen er liðið tapaði gegn Duisburg í þýsku úrvalsdeildinni.

Leverkusen komst yfir eftir sjö mínútur, en eftir rúman hálftíma jafnaði Duisburg, 1-1. Duisburg komst svo yfir þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum.

Það var ekkert skorað í seinni hálfleiknum og niðurstaðan því 2-1 sigur Duisburg.

Duisburg hafði tapað öllum leikjum sínum í þýsku úrvalsdeildinni fyrir leikinn í dag. Þær eru núna með þrjú stig eftir sex leiki. Leverkusen er í áttunda sæti með sex stig.

Á toppnum í Þýskalandi er Wolfsburg með fullt hús stiga. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvennu fyrir Wolfsburg á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner